
..::Dakhla Road::.. Dallurinn fullur og við enn og aftur komnir inn á Dakhla road til löndunar, komum hingað um miðjan dag í dag í skítaveðri. Eitthvað fer þetta nú rólega af stað, og ég gat ekki annað séð en að Kristján væri orðin frekar pirraður á því hvernig þetta væri allt. Ég er aftur á móti löngu hættur að gera mér einhverjar væntingar um að þetta löndunarbull geti einhvertímann gengið upp eins og við myndum vilja, maður les þetta orðið nokkuð strax í mooringunni , í dag tók 40mín að taka á móti tveim endum frá okkur, fraktjaxlarnir náðu að glutra endunum tvisvar í sjóinn og fannst mér á þessum fyrstu kynnum að þetta yrði eitthvað sögulegt, svo er bara að sjá hvað verður. Við erum tveir að riðlast á þessum fraktara, Heineste er á hinni síðunni og mér skildist á Páli í dag að fraktdósin hafi verið full ágeng í nótt, hún bæði beit og kyssti , það þarf greinilega tvo til að hemja hana þessa. Annars eru flestir sem ég hef heyrt í í dag í hálfgerðu losti yfir því hvernig fjármálakrísa...