Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 11, 2007
Mynd
..::Fjárans ólukka!!!::.. Loksins fór ógæfuhjólið að snúast okkur í hag sagði maðurinn um árið, en þá var búið að vera óttalegt reiðuleysi á okkur í langan tíma og ekkert fiskaðist, loksins lentum við svo í veiði og þá mælti hann þessi ógeimanlegu orð. Það er ekki mikið hægt að segja núna annað en ógæfuhjólið snýst hjá okkur núna og það er okkur hreint ekki í hag þessa stundina, en vonandi dettum við í stuð fljótlega. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta héðan, annað en að það er enn bongóblíða sem er ljós punktur í öllu svartnættinu. En það er víst til lítils að vera að einhverju væli, það hefur aldrei hjálpað neinum. Mynd dagsins er af Pavel loftskeytamranninum okkar og rafvirkjanum, þeir eru ekki að láta þetta óstuð slá sig út af laginu enda vanir menn á ferð og hafa séð það svartara. Bið svo heilladísirnar að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af hamingju og gleði.......................