Það er búið að vera brjálað að gera síðustu dag svo að bloggið mitt hefur legið niðri vegna tímaskorts, en ég er að reyna að bæta mig og vonandi verður þetta mjög götótt í framatíðinni.
Í gærmorgun var dagur heilbrigðis en þá var mættur kvenkyns útsendari heiðbrigðiseftirlitsins frá Lettlandi til að taka út skipið, það gekk bara nokkuð vel og fá atriði sem þurfti að laga. Seinnipartin lenti það á mér að reyna að halda henni selskap og gera eitthvað fyrir hana, ubbs ég vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér í því svo að ég fór með hana í Perluna og rúntaði með hana um bæinn og sýndi henni það markverðasta, um kvöldið fór ég með hana á Tvo Fiska og kýldi í hana skötusel og skutlaði henni svo á hótelið, kíkti svo á Haddó og Gunna og þaðan um borð í bælið. Í morgun byrjaði svo allt kl átta og var allt á yfirsnúning kl tíu þegar ég fór að sækja heilbrigðisútsendarann og keyrði með hana í Blue Lagoon , það var ansi gaman að koma þangað og mæli ég með að þeir sem ekki hafa farið þangað far...
Færslur
Sýnir færslur frá mars 2, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sprengidagurinn leið án baunasúpu og saltkjöts um borð í fröken Erlu.
Það var svínasniðsel í hádeginu og gúllas í kvöld ;).
Þetta mjakast alltaf lengra og lengra og nú er farið að grilla í markið, menn eru farnir að tala um að líklega sé hann að koma Föstudagurinn sem svo oft er búið að nefna á undanförnum vikum.
Það var nóg að gera hjá okkur í dag, um kaffileitið mætti vörubílstjórinn loksins með lengjurnar á trollið, hann ætlaði að vera fyrir hádegi. En það sakaði ekki því að við vorum eldsnöggir að smella þessu saman og korter yfir fjögur var trollið næstum komið á lengjuna.
Seinnipartin í dag var lognið í Reykjavík á enda og byrjað að hvessa úr suðaustri, í kvöld var svo komin þónokkur strekkingur.
Nonni er að verða betri og betri í fingrinum og ef allt væri eðlilegt ætti hann að verða vinnufær eftir ca viku, en hann hefur samt verið að vinna allan tíman og gerir lítið úr fingurmeininu.
Það er allt orðið klárt hjá okkur í brúnni og ekkert til fyrirstöðu að hún fari, en það e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Bolludagurinn, og ég slapp í gegn um hann óbollaður ;).
Var komin á lappir um átta og þá var þetta allt að síga af stað hérna í Erlunni, fékk mann frá fjarskiptaeftirlitinu til að fara yfir talstöðvadótið og í framahaldi af því kom DNV pappír upp á heilbrigði þess búnaðar.
Á vinnsludekkinu gekk bara nokkuð vel í dag og eru blikur á lofti um að það gæti orðið klárt á miðvikudag, eiginlega þarf það að verða orðið klárt þá því að heilbrigðiseftirlitið í Lettlandi ætlar að senda skoðunarmanneskju til að taka dolluna og vinnsludekkið út á miðvikudag, eins gott að maður verði búin að skrúbba klósettið í skipstjóraklefanum svo maður verði ekki tekin í Lettnenska landhelgi ;) fyrir sóða og subbuskap ;).
Veðrið í Reykjavík var alveg frábært í dag, logn og glampandi sól, það er frekar óvenjulegt ef maður miðar við undanfarnar vikur.
Siggi í Stálvídd mætti með rjómabollur á línuna í dag og var því vel fagnað, það má segja að ef hann hafi átt einhverjar syndir þá gleymdust þær allar á þeim tím...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ekki tókum við hvíldardaginn heilagan um borð í Erlunni og var mannskapurinn byrjaður að brasa rétt upp úr átta í morgun.
Allt saltið var tekið af bryggjunni og úr lestinni og sett í stíu á millidekkinu, þetta voru ca 200x20kg pokar svo að það tók dágóða stund að bisa öllu saltinu á sinn stað.
Þegar því var lokið þá kláruðu þeir að saga niður plankana í flugbrautina og er það bara helvíti flott á eftir.
Ég setti í þvottavél í morgun og það hafðist af nokkuð vandræðalaust en þegar kom svo að því að setja tuskurnar í þurkarann vandaðist málið og á endanum fékk ég kokkinn til að koma honum af stað fyrir mig ;).
Ég fór svo með flaggaranum í að gera áhafnarlista það tók sinn tíma eins og allt annað.
Klukkan fjögur sveik ég svo lit og skrapp á Skódanum upp í Kringlu og keypti mér sokka og naglaklippur, fékk mér svo kaffi á einhverjum kaffibar og gluggaði í blöðin, þá hringdi Maggi og vildi fá mig í að flytja með sér vinkla rör og ýmislegt járnadót sem hentað gæti hérna um borð.
Þar ...