Það er búið að vera brjálað að gera síðustu dag svo að bloggið mitt hefur legið niðri vegna tímaskorts, en ég er að reyna að bæta mig og vonandi verður þetta mjög götótt í framatíðinni.
Í gærmorgun var dagur heilbrigðis en þá var mættur kvenkyns útsendari heiðbrigðiseftirlitsins frá Lettlandi til að taka út skipið, það gekk bara nokkuð vel og fá atriði sem þurfti að laga. Seinnipartin lenti það á mér að reyna að halda henni selskap og gera eitthvað fyrir hana, ubbs ég vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér í því svo að ég fór með hana í Perluna og rúntaði með hana um bæinn og sýndi henni það markverðasta, um kvöldið fór ég með hana á Tvo Fiska og kýldi í hana skötusel og skutlaði henni svo á hótelið, kíkti svo á Haddó og Gunna og þaðan um borð í bælið. Í morgun byrjaði svo allt kl átta og var allt á yfirsnúning kl tíu þegar ég fór að sækja heilbrigðisútsendarann og keyrði með hana í Blue Lagoon , það var ansi gaman að koma þangað og mæli ég með að þeir sem ekki hafa farið þangað fari við fyrsta tækifæri. Svo skutlaði ég henni út á Kef og brunaði svo í bæinn, kom við í BT og keypti kortalesara fyrir minniskort eins og er í myndavélum og brunaði svo um borð.
Þar var allt á fullsving og menn vongóðir um að við komumst út á morgun.
Þegar ég ætlaði svo að fara að setja diskinn með forritinu fyrir kortalesarann í tölvuna gat ég ekki opnað drifið, en þá var geisladiskur í kássu inni í drifinu og drifið/skrifarinn ónýtur, ;( þar sem tölvan var í ábyrgð og kassinn allur draghnoðaður saman þá var ákveðið að henda þessu í tölvulistann og hún á að verða klár á morgun ;). Svo skutlaði ég Land Crusernum til tengdamömmu Viðars og Haddó og Gunni sóttu mig þangað. Í kvöld fórum við þrjú svo á Ruby Tuesday´s og kýldum belginn þangað til að maður gat sig ekki hreift.
Á morgun verður svo vonandi hægt að sigla frú Erlu út úr Reykjavíkurhöfn og halda áleiðis til veiða á Flemmings Cap.
Ekki meira bull í dag.
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi