Sprengidagurinn leið án baunasúpu og saltkjöts um borð í fröken Erlu.
Það var svínasniðsel í hádeginu og gúllas í kvöld ;).
Þetta mjakast alltaf lengra og lengra og nú er farið að grilla í markið, menn eru farnir að tala um að líklega sé hann að koma Föstudagurinn sem svo oft er búið að nefna á undanförnum vikum.
Það var nóg að gera hjá okkur í dag, um kaffileitið mætti vörubílstjórinn loksins með lengjurnar á trollið, hann ætlaði að vera fyrir hádegi. En það sakaði ekki því að við vorum eldsnöggir að smella þessu saman og korter yfir fjögur var trollið næstum komið á lengjuna.
Seinnipartin í dag var lognið í Reykjavík á enda og byrjað að hvessa úr suðaustri, í kvöld var svo komin þónokkur strekkingur.
Nonni er að verða betri og betri í fingrinum og ef allt væri eðlilegt ætti hann að verða vinnufær eftir ca viku, en hann hefur samt verið að vinna allan tíman og gerir lítið úr fingurmeininu.
Það er allt orðið klárt hjá okkur í brúnni og ekkert til fyrirstöðu að hún fari, en það er líklega best að brúin og restin af dollunni verði samferða svo að við dokum eftir að hitt verði klárt.
Örn frá Útgerðartækni kom í dag og mældi lestina svo að nú verður fljótlega ljóst hvað má setja í holuna, ég myndi skjóta á 160tonn en það er skotið í blindni og síður en svo lokasvar.
Ég tók svo kvöldið í að koma Scanmar nemunum fyrir við hleðslutækin svo að núna eru flestir nemarnir komnir með næringu.
Nenni alls ekki að skrifa meira í kvöld.
Gangið á Guðs vegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Það var svínasniðsel í hádeginu og gúllas í kvöld ;).
Þetta mjakast alltaf lengra og lengra og nú er farið að grilla í markið, menn eru farnir að tala um að líklega sé hann að koma Föstudagurinn sem svo oft er búið að nefna á undanförnum vikum.
Það var nóg að gera hjá okkur í dag, um kaffileitið mætti vörubílstjórinn loksins með lengjurnar á trollið, hann ætlaði að vera fyrir hádegi. En það sakaði ekki því að við vorum eldsnöggir að smella þessu saman og korter yfir fjögur var trollið næstum komið á lengjuna.
Seinnipartin í dag var lognið í Reykjavík á enda og byrjað að hvessa úr suðaustri, í kvöld var svo komin þónokkur strekkingur.
Nonni er að verða betri og betri í fingrinum og ef allt væri eðlilegt ætti hann að verða vinnufær eftir ca viku, en hann hefur samt verið að vinna allan tíman og gerir lítið úr fingurmeininu.
Það er allt orðið klárt hjá okkur í brúnni og ekkert til fyrirstöðu að hún fari, en það er líklega best að brúin og restin af dollunni verði samferða svo að við dokum eftir að hitt verði klárt.
Örn frá Útgerðartækni kom í dag og mældi lestina svo að nú verður fljótlega ljóst hvað má setja í holuna, ég myndi skjóta á 160tonn en það er skotið í blindni og síður en svo lokasvar.
Ég tók svo kvöldið í að koma Scanmar nemunum fyrir við hleðslutækin svo að núna eru flestir nemarnir komnir með næringu.
Nenni alls ekki að skrifa meira í kvöld.
Gangið á Guðs vegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli