Færslur

Sýnir færslur frá mars 30, 2003
Ekki flögruðu heilladísirnar yfir okkur í gær frekar en fyrri daginn, ég ætlaði að prufa nýja trollaugað og slakaði því í sjóinn, kveikti svo á skjánum en þá poppaði upp rauður gluggi sem á stóð “Botnstykki skammhleypt rás”. SHIT SHIT ég hringdi beint í Scanmar og vorum við staks settir í að ómmæla kapalinn niður í botnstykkið, þær mælingar komu mjög illa út svo að næsti leikur í stöðunni var kafari. Kafararnir komu svo seinnipartinn og voru þræl vel útbúnir, með myndavél sem allt var tekið upp á, ekki var kafarinn búin að vera lengi niðri þegar stóri dómurinn var staðfestur, en skápurinn sem botnstykkin eru í hafði orðið fyrir höggi og beyglast svo að skanmar botnstykkið var sprungið, venjulega eru skip með þrjú scanmar botnstykki en hérna var náttúrulega eitt, þessi skápur er undan furuno höfuðlínmælinum sem ekki er til lengur, og eru tvö furuno botnstykki í skápnum en þau sluppu auðvitað. Það er engin leið að laga þetta nema í slipp ;(, og það er ekki laust pláss í slippnum í St.
Var þetta hálfgerð synd hjá mér að blogga ekki í gær? En letin varð framkvæmdum yfirsterkari. Það var byrjað að landa hjá okkur kl 09:30 lokal og voru þeir búnir að kroppa þessi kvikindi upp um miðjan dag. Það var náttúrulega allt á fullu í skipinu, járnsmiðirnir frá Land and Sea voru að færa blakkirnar og taka niður ísgálgana, ásamt því að þeir óku keflin í vírastýrunum milliblakkirnar og byrjuðu að smíða undir upphalaravindurnar. Jeff Walsh frá M.I.R var svo í lensudælunum og sjódælunum ásamt fleiru. Við fengum trésmiði um borð til að snikka hér og þar og byrjuðu þeir á klefanum mínum, fyrst lokuðu þér loftinu og svo lét ég þá mjókka kojuna mína og koma henni í upphaflegt form, þá komu allar skúffur og hirslur í ljós svo að núna er þetta orðið eins og klefi aftur en ekki hjónaherbergi, þetta var svo breitt að það var ekki nokkur leið að hemja sig á dýnunni í veltingnum á þessari dollu,en núna er þetta orðið dillandi fínt, og er ég búin að skera utan af dýnunni og gista eina nótt
Vorum komnir inn fyrir St.Cape Francis þegar ég drullaðist fram úr bælinu í morgun, hún Erla klóraði sér svo mikið í nótt að maður svaf frekar illa, ætli það geti verið að hún sé með njálg?. Ég talaði svo við Jeff og við áhváðum að við yrðum inni í Bay Roberts kl 14:00 á Nufy time sem er –3.5klst frá Íslenskum tíma. Þegar við komum svo inn á höfnina þá var okkur sagt að bíða út á þangað til við fengum frekari fyrirmæli, við vorum svo á reki í höfninni í 1klst en þá kom kallið og við drusluðumst upp að. Það fylltist skipið af allskyns fólki og það þurfti að sinna hverjum og einum, en þetta hafðist allt og vorum við lausir við herinn klukkan hálf sex, það á svo að byrja að landa á morgun klukkan átta á Kanada tíma. En ég er eins og tussa breidd á klett í augnablikinu, það var bara eins og það hafi verið slökkt á mér og ég er bara að leka niður, líklega er þetta léttirinn við að vera búin að skrifa fyrsta kaflann í þessari sögu, sögu sem hingað til hefur verið hálfgerð hryllingssaga e
Vaknaði kl 05:30 í morgun við kunnuglega skruðninga skelli og dynki, við vorum komnir í landsins forna fjanda “Hafísinn” ég náði samt að berja mig niður aftur og druslaðist ekki á lappir fyrr en kl 09:30 en þá fór ég og fékk mér morgunteið og lallaði svo upp í brú. Við vorum á kafi inni í ísnum en mjökuðumst hægt en örugglega áfram ;), ég sá á radarnum að það var skip aftur út og kallaði á það, það var þá Sunna frá Sigló að pjakka út á Hatt, hann var búin að vera að pjakka síðan 4:00 um nóttina og átti ca 15sml eftir út úr þykkasta ísnum. Við sluppum einhverra hluta betur því að það tók okkur ekki nema 2tíma að hjakka í gegn ;). Það var nokkuð af sel á ísnum en aðallega voru þetta kópar og sumir voru ekki gengnir úr snoðinu, hvítir og krúttlegir. Það var gaman að fylgjast með þegar þeir voru að baksa áfram eftir jökunum ;). Erlan er upphaflega smíðuð fyrir Grænlendinga og er 26mm frá stefni og aftur á rassgat, byggð fyrir svona aðstæður, svo að við settum á fulla ferð um leið og við
Í gærkvöldi breyttum við trollinu aftur til fyrra horfs i von um að við næðum að hengja meiri afla. Hvort það var til bóta eða ekki vitum við ekki, en aflinn var engu að síður aðeins skárri. Við melduðum okkur inn í lögsögu Kanada á morgun með 24tíma fyrirvara. Við lullum af stað í land í kvöld um miðnættið, þá ættum við að komast í gegn um versta ísinn í björtu á morgun ;). Það er hellingur af skipum á slóðinni Eistar Litháar Lettar og Færeyingar en ekki eitt einasta Íslenskt skip, það séu Íslendingar við stjórnvölinn á þeim flestum. Og við erum á fullu við að afla þessum þjóðum aflareynslu sem nýtist mörlandanum ekkert ;(. Dagurinn hjá okkur var öðrum líkur og fátt markvert gerðist, að vísu rifnaði höfuðlínan af skvernum á trollinu þegar við hífuðum í dag, en það var Rúskað saman á no time og bíður betri tíma, þeir geta stautað í þessu á stíminu. Veðrið hefur verið til friðs í dag en seinnipartinn var komin suðvestan golukaldi, en þó veðrið hafi verið gott í dag þá er fattarin