Var þetta hálfgerð synd hjá mér að blogga ekki í gær? En letin varð framkvæmdum yfirsterkari.
Það var byrjað að landa hjá okkur kl 09:30 lokal og voru þeir búnir að kroppa þessi kvikindi upp um miðjan dag.
Það var náttúrulega allt á fullu í skipinu, járnsmiðirnir frá Land and Sea voru að færa blakkirnar og taka niður ísgálgana, ásamt því að þeir óku keflin í vírastýrunum milliblakkirnar og byrjuðu að smíða undir upphalaravindurnar.
Jeff Walsh frá M.I.R var svo í lensudælunum og sjódælunum ásamt fleiru.
Við fengum trésmiði um borð til að snikka hér og þar og byrjuðu þeir á klefanum mínum, fyrst lokuðu þér loftinu og svo lét ég þá mjókka kojuna mína og koma henni í upphaflegt form, þá komu allar skúffur og hirslur í ljós svo að núna er þetta orðið eins og klefi aftur en ekki hjónaherbergi, þetta var svo breitt að það var ekki nokkur leið að hemja sig á dýnunni í veltingnum á þessari dollu,en núna er þetta orðið dillandi fínt, og er ég búin að skera utan af dýnunni og gista eina nótt í nýbyggingunni.
Við tókum svo alla gömlu járnskápana í stakkageymslunni og hentum þeim út, trésmiðirnir ætla svo að setja upp bekki og snaga fyrir gallana, það var með ólíkindum hvað plássið jókst við að henda þessu skápadrasli út.
Nonni fyllti svo dolluna af olíu svo að allt þokast þetta í rétta átt.
Ég fór svo og náði í bílaleigubíl til Mike Dawson svo núna erum við komnir með bíl til afnota sem er hinn mesti munur.
Veslings observerinn okkar er eitthvað hjartveikur svo að Lee skutlaði honum upp á sjúkrahús í gær, hann á svo að koma aftur í hádeginu í dag og þá verður skorið úr hvort hann fær að fara út aftur eða þarf að fara heim.
Í gær fengum við nýjan Iridium síma en sá gamli var bilaður, (fraus alltaf) en núna er hann lagður af stað heim til íslands og nýi síminn upp, númerið er það sama 8816-314-49297.
Skúli El kom svo aðeins í heimsókn og sótti pakka sem þeir áttu hérna hjá okkur og leit yfir skútuna, ég geri ráð fyrir að honum hafi þótt breyting á skipinu.
Núna hefði verði gott að hafa Jónas Guðmundsson um borð því að við höfum orðið varir við rottur í grjótgarðinum hérna fyrir ofan, manni stendur ekki á sama þegar maður veit af þessum kvikindum svona steinsnar frá, en við verðum bara að treysta á guð og lukkuna og vona að þær láti okkur í friði.
Djöfull varð ég argur þegar ég frétti að helvítis bjáninn hjá Eskju hefði neitaði að borga pabba gleraugum sem þeyttust í sjóinn þegar vír slóst í hann um borð í Votaberginu, samkvæmt minni vitneskju eru svona mál yfirleitt leyst með því að gleraugun eru greidd. En það er ekki spurt um hvað er siðferðilega rétt hjá Eskju, og þeir hafa alla tíð komist upp með að troðast ofan á fólki með frekju og yfirgangi.
þetta er alveg með ólíkindum hvernig þessi mannfyrirlitning hagar sér alltaf við starfsfólkið. Og svo er endanlega búið að segja þeim upp og á að leggja skipinu þetta var náttúrulega eftir öðru og haft munnlegt, sem er ekki eftir samningum frekar en annað hjá þessu fyrirtæki.
Í gærkvöldi fórum við svo á Jungle Jims og fengum okkur almennilega að éta, lulluðum svo yfir í Hr.Grase og Carbonear svona sýningarrúnt með Nonna.
Ég fór svo í bælið kl 12:30 í gærkvöldi og var fljótur að sofna.
Læt þetta duga í bili.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um öngstræti lífsins...................
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi