Ekki flögruðu heilladísirnar yfir okkur í gær frekar en fyrri daginn, ég ætlaði að prufa nýja trollaugað og slakaði því í sjóinn, kveikti svo á skjánum en þá poppaði upp rauður gluggi sem á stóð “Botnstykki skammhleypt rás”. SHIT SHIT ég hringdi beint í Scanmar og vorum við staks settir í að ómmæla kapalinn niður í botnstykkið, þær mælingar komu mjög illa út svo að næsti leikur í stöðunni var kafari.
Kafararnir komu svo seinnipartinn og voru þræl vel útbúnir, með myndavél sem allt var tekið upp á, ekki var kafarinn búin að vera lengi niðri þegar stóri dómurinn var staðfestur, en skápurinn sem botnstykkin eru í hafði orðið fyrir höggi og beyglast svo að skanmar botnstykkið var sprungið, venjulega eru skip með þrjú scanmar botnstykki en hérna var náttúrulega eitt, þessi skápur er undan furuno höfuðlínmælinum sem ekki er til lengur, og eru tvö furuno botnstykki í skápnum en þau sluppu auðvitað.
Það er engin leið að laga þetta nema í slipp ;(, og það er ekki laust pláss í slippnum í St.Jhons fyrr en í næstu viku ;(. Svo að það er ekkert í stöðunni annað en að fara með þetta svona út og vinna þetta “by the old way” og vera nema og trollaugalaus.
En einhvernvegin fóru menn af áður en þetta nemadót kom svo að við hljótum að ná að slíta eitthvað upp þangað til við komumst í slippinn.
Önnur vinna hér um borð nagast áfram og erum við að vonast til að komast út á Laugardag Sunnudag.
En núna hlýtur ógæfuhjólið að fara snúast okkur í vil, eins og maðurinn sagði.
Ég veit satt best að segja ekki hvað þarf til, til að ná þessari ólukku af dollunni, líklega þyrfti maður að vera með tvo presta sem stæðu vaktir í brúnni og Gospellkór á flugbrautinni þegar trollið er tekið og látið fara, hallelúja.
Ekki voru fréttirnar réttar með rotturnar, því að þetta eru minkar. Þessir tveir minkar eru búnir að vara að sniglast hérna við höfnina í tvö ár og hafa verið látnir óáreittir vegna þess að það eru ekki rottur meðan þeir standa vaktina ;).
En stemmingin hérna er sú að við látum þetta mótlæti ekki brjóta okkur niður frekar en annað sem gengið hefur á hérna um borð, höldum áfram að berjast í þessu, á endanum hljótum við að hafa betur, er það ekki?
Það er sagt að menn uppskeri eins og þeir sái, en það er lítil uppskera hjá okkur ennþá.

En það er ekki svo mikið myrkur að ekki leynist einhverstaðar smá birta, og núna telja Scanmar gaurarnir heima að það sé möguleiki að skipta þessu út á floti ef kassinn er ekki það mikið skemmdur að botnstykkið komist ekki í.
Núna verðum við því að krossa alla útlimi og biðja Guð og lukkuna að hjálpa okkur, og vonandi reddast þetta hjá okkur.

Læt þetta duga í bili.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur í eilífðar dansi lífsins.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi