Vorum komnir inn fyrir St.Cape Francis þegar ég drullaðist fram úr bælinu í morgun, hún Erla klóraði sér svo mikið í nótt að maður svaf frekar illa, ætli það geti verið að hún sé með njálg?.
Ég talaði svo við Jeff og við áhváðum að við yrðum inni í Bay Roberts kl 14:00 á Nufy time sem er –3.5klst frá Íslenskum tíma.
Þegar við komum svo inn á höfnina þá var okkur sagt að bíða út á þangað til við fengum frekari fyrirmæli, við vorum svo á reki í höfninni í 1klst en þá kom kallið og við drusluðumst upp að.
Það fylltist skipið af allskyns fólki og það þurfti að sinna hverjum og einum, en þetta hafðist allt og vorum við lausir við herinn klukkan hálf sex, það á svo að byrja að landa á morgun klukkan átta á Kanada tíma.
En ég er eins og tussa breidd á klett í augnablikinu, það var bara eins og það hafi verið slökkt á mér og ég er bara að leka niður, líklega er þetta léttirinn við að vera búin að skrifa fyrsta kaflann í þessari sögu, sögu sem hingað til hefur verið hálfgerð hryllingssaga en átti að verða eitthvað annað.
Við erum komnir með síma og er númerið í honum 690 0535 en ef hringt er frá Íslandi þá er það 00 1709 690 0535 held að þetta sé rétt hjá mér.
Fyrir þá sem vilja vita þá er hægt að kaupa símakort á 1000kr í bensínstöðum og á einhverjum fleiri stöðum, þetta heitir að ég held heimskort og það er hægt að tala í 200min til Kanada á því, og það ónýtist eftir 3mán ef það er ekki klárað.
Ég man ekki hvort það hefur heimasíðu sem er www.simakort.is en það er eins og mig minni það, og þar eru allar upplýs um notkun á þessum kortum.
Jæja núna ætla ég að fara niður og skipta um föt, lalla svo upp á Jungle Jim og fá mér eitthvað almennilegt að éta og kannski einn tvo öllara.
Læt þetta nægja í dag.
Bið Engla Guðs að flögra yfir ykkur, hvar sem þið eruð.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi