Í gærkvöldi breyttum við trollinu aftur til fyrra horfs i von um að við næðum að hengja meiri afla. Hvort það var til bóta eða ekki vitum við ekki, en aflinn var engu að síður aðeins skárri.
Við melduðum okkur inn í lögsögu Kanada á morgun með 24tíma fyrirvara.
Við lullum af stað í land í kvöld um miðnættið, þá ættum við að komast í gegn um versta ísinn í björtu á morgun ;).
Það er hellingur af skipum á slóðinni Eistar Litháar Lettar og Færeyingar en ekki eitt einasta Íslenskt skip, það séu Íslendingar við stjórnvölinn á þeim flestum.
Og við erum á fullu við að afla þessum þjóðum aflareynslu sem nýtist mörlandanum ekkert ;(.
Dagurinn hjá okkur var öðrum líkur og fátt markvert gerðist, að vísu rifnaði höfuðlínan af skvernum á trollinu þegar við hífuðum í dag, en það var Rúskað saman á no time og bíður betri tíma, þeir geta stautað í þessu á stíminu.
Veðrið hefur verið til friðs í dag en seinnipartinn var komin suðvestan golukaldi, en þó veðrið hafi verið gott í dag þá er fattarinn í Erlu ekki með á nótunum því að hún er búin að velta eins og kefli í allan dag, svo ekki sé minnst á síðustu nótt.
Þá valt hún svo mikið að ef ég hefði verið banani þá hefði ég vaknað hýðislaus í morgun ;).
Þetta er það helsta úr Erlu veltikollu þennan daginn.
Bið Guð almáttugan að passa ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi