Vaknaði kl 05:30 í morgun við kunnuglega skruðninga skelli og dynki, við vorum komnir í landsins forna fjanda “Hafísinn” ég náði samt að berja mig niður aftur og druslaðist ekki á lappir fyrr en kl 09:30 en þá fór ég og fékk mér morgunteið og lallaði svo upp í brú. Við vorum á kafi inni í ísnum en mjökuðumst hægt en örugglega áfram ;), ég sá á radarnum að það var skip aftur út og kallaði á það, það var þá Sunna frá Sigló að pjakka út á Hatt, hann var búin að vera að pjakka síðan 4:00 um nóttina og átti ca 15sml eftir út úr þykkasta ísnum. Við sluppum einhverra hluta betur því að það tók okkur ekki nema 2tíma að hjakka í gegn ;).
Það var nokkuð af sel á ísnum en aðallega voru þetta kópar og sumir voru ekki gengnir úr snoðinu, hvítir og krúttlegir. Það var gaman að fylgjast með þegar þeir voru að baksa áfram eftir jökunum ;).
Erlan er upphaflega smíðuð fyrir Grænlendinga og er 26mm frá stefni og aftur á rassgat, byggð fyrir svona aðstæður, svo að við settum á fulla ferð um leið og við komum inn í ísinn og hjökkuðum svo í gegn á því afli sem dollan átti til ;) og þar stóð hún sig vel og skilaði okkur í gegn á mettíma.
Við vorum búnir að fá þvílíkar lýsingar á aðstæðum í ísnum og tíma sem tæki að komast inn að við þorðum ekki annað en að gefa okkur nægan tíma í ferðina, það endar náttúrulega með því að við verðum inni um miðjan dag á morgun þótt við förum alla leið á sparferð.
Endanlegar aflatölur úr þessari prufuferð okkar eru 83tonn af iðnaðarrækju og þurftum við ca 11 heila veiðidaga til að hamsa það upp, kannski ekki svo galið en hefði samt getað verið betra.
Í dag hefur svo verið unnið í þrifum og í trolldruslunni, við kipptum hlerunum inn því að það má víst ekki sigla í Kanadískri lögsögu með hlerana á rassgatinu.
Eitthvað lækkar svo meðalaldurinn hjá okkur i næsta túr því að Rafvirkinn fer heim og það koma tveir nýir frá Lettlandi báðir undir fertugu, en það veitir ekki af því að grisja þetta aðeins og lækka meðalaldurinn, ekki það að þetta séu slæmir menn, það er langur vegur frá því, en þetta er ekki vinna fyrir menn á sjötugsaldri.
Því miður hefur þetta verið þannig að öll vinnan lendir á örfáum mönnum og það er ekki gott til lengdar fyrir þá sem verða að taka allt á sig.
Það er ekki laust við að það sé nokkur léttir að vera búin að klára fyrsta kapítula í útgerðarsögu Erlu undir stjórn nýrra eigenda.
Læt þessi fátæklegur orð verða lokaorðin í dag.
Megi Guð almáttugur vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Það var nokkuð af sel á ísnum en aðallega voru þetta kópar og sumir voru ekki gengnir úr snoðinu, hvítir og krúttlegir. Það var gaman að fylgjast með þegar þeir voru að baksa áfram eftir jökunum ;).
Erlan er upphaflega smíðuð fyrir Grænlendinga og er 26mm frá stefni og aftur á rassgat, byggð fyrir svona aðstæður, svo að við settum á fulla ferð um leið og við komum inn í ísinn og hjökkuðum svo í gegn á því afli sem dollan átti til ;) og þar stóð hún sig vel og skilaði okkur í gegn á mettíma.
Við vorum búnir að fá þvílíkar lýsingar á aðstæðum í ísnum og tíma sem tæki að komast inn að við þorðum ekki annað en að gefa okkur nægan tíma í ferðina, það endar náttúrulega með því að við verðum inni um miðjan dag á morgun þótt við förum alla leið á sparferð.
Endanlegar aflatölur úr þessari prufuferð okkar eru 83tonn af iðnaðarrækju og þurftum við ca 11 heila veiðidaga til að hamsa það upp, kannski ekki svo galið en hefði samt getað verið betra.
Í dag hefur svo verið unnið í þrifum og í trolldruslunni, við kipptum hlerunum inn því að það má víst ekki sigla í Kanadískri lögsögu með hlerana á rassgatinu.
Eitthvað lækkar svo meðalaldurinn hjá okkur i næsta túr því að Rafvirkinn fer heim og það koma tveir nýir frá Lettlandi báðir undir fertugu, en það veitir ekki af því að grisja þetta aðeins og lækka meðalaldurinn, ekki það að þetta séu slæmir menn, það er langur vegur frá því, en þetta er ekki vinna fyrir menn á sjötugsaldri.
Því miður hefur þetta verið þannig að öll vinnan lendir á örfáum mönnum og það er ekki gott til lengdar fyrir þá sem verða að taka allt á sig.
Það er ekki laust við að það sé nokkur léttir að vera búin að klára fyrsta kapítula í útgerðarsögu Erlu undir stjórn nýrra eigenda.
Læt þessi fátæklegur orð verða lokaorðin í dag.
Megi Guð almáttugur vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli