Færslur

Sýnir færslur frá janúar 15, 2006
..::Þrettán ár síðan::.. Í dag eru þrettán ár síðan drengurinn okkar kom í heiminn, mikið hrikalega fýkur tíminn áfram. Og ég eldist ekki neitt hehe, en kannski er bara einhver bilun í tímaforritinu í mér ;). Ég byrjaði daginn í Bjarmanum en eftir hádegið kíkti ég aðeins á Rúnar sem var að laga snjósleðana sína niður á verkstæði, maður komst aðeins í að skrúfa og smyrja sem náttúrulega reddaði deginum hehe. Í tilefni dagsins smellti betri helmingurinn á nokkrar tertur sem ég gúffaði í mig um miðjan daginn ásamt völdum fjölskyldumeðlimum. Í kvöld var afmælisbarnið með Pitzaveislu fyrir vini sína svo við hjónin forðuðum okkur út, við fórum til Brynju og horfðum á forval fyrir Eurovision. Ég segi nú bara Désöös hvað er eiginlega í gangi, það var bara eitt lag sem átti einhvern möguleika en það voru valin fjögur. Í símakosningu var valið lag eftir Ómar Ragnars sem hefði sómt sér ágætlega sem undirspil í Stikluþættinum með Gísla heitnum á Uppsölum en ekki í Eruovision, og ekki voru kynnarni
Mynd
..::Bilað::.. Frekar skrykkjóttur svefn í nótt, báturinn hamaðist svo í bryggjunni að manni varð ekki mjög svefnsamt, eftir morgunmatinn átti að fara í að laga það sem specialistinn hafði bent okkur á kvöldið áður, vélin var sett í gang og spilið á, ekki gekk það þó lengi því það sprakk eitthvað í öðru spilinu og glussaspýjan stóð úr mótornum, djö hvað er eiginlega í gangi???. Slepptum á Hofsós og renndum yfir á Sauðarkrók þar sem verkstæðismenn komu til að líta á mótorinn, þetta var eitthvað meira mál en reddað yrði á einum degi svo að það var ákveðið að fara heim til Dalvíkur og fara svo í þetta mál á mánudagsmorgun. Slepptum á króknum og héldum heim á leið, verkstæðiskarlarnir á króknum voru þó búnir að blinda lagnirnar svo að við gátum notað tromluna og unnið í dræsunni á leiðinni. Heimleiðin var tíðindalítil og vorum við komnir heim á Dalvík upp úr 22 á föstudagskvöld.
..::Vesturfararnir::.. Renndum af stað vestur í Skagafjörð rétt upp úr miðnættinu, segir svo ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við köstum dræsunni vestan við Drangeyna á svipuðum slóðum og Grettir Ásmundarson synti svo frækilega um árið. Ja ekki hefði okkur nú veitt af hjálp frá Gretti heitnum því druslan byrjaði á að kengfestast í botni og vildi bara vera þar, á endanum hafðist hún þó upp og merkilegt nokk þá var hún heil :). Hva!! það þíðir ekki að láta svona smámuni slá sig út af laginu svo nú var reynt að kasta gagnstæða stefnu ef dræsan rynni eitthvað betur þá leiðina, en það var sama sagan allt kengfast, það var bara eins og Grettir sjálfur væri þarna niðri og héngi í tógunum. Á endanum urðum við að sleppa niður bb tóginu til að ná dræsunni lausri. Þegar þarna var komið ákvað kapteinninn að segja skilið við Drangeyjarsvæðið og reyna frekar vestur af Þórðarhöfða, fyrsta kast við höfðann virtist ætla að lukkast og vel gekk að draga dræsuna saman, en á hífingunni mættu okkur ný va
Mynd
..::Ferskar snuddufréttir ;)::.. Ekki fórum við vestur í dag, heldur gerðum við enn eina atlögu að Eyjafirðinum með döprum árangri, eftir þrjú búmm ákváðum við að hætta þann daginn og fara vestur um kvöldið. Ég notaði tækifærið og kíkti á mótorinn í hjólinu, ég þurfti að kippa kúplings hlífinni af til að komast að meininu, það kom strax í ljós að stopparinn fyrir startsveifina lá í botninum á mótornum og orsökin var tveir brotnir boltar, ekki stórt mál með þessa bolta eða stopparann, en það er þokkalega rifrildið að komast í þetta og það þarf að spaðrífa mótorinn til að komast að þessu, ég lokaði mótornum aftur og setti málið í salt.
Mynd
..::Rólegt í snudduna::.. Fórum á sjó í gær og bleyttum aðeins í snuddunni, árangurinn var ekki mikill en við gerðum eina heiðarlega tilraun til að snúa norðurendanum á Hríseynni meira til vesturs, en þar sem þetta er bara bátkríli þá urðum við að láta í minni pokann og gefast upp :):). Í dag er svo skítviðri um allt norðurland og við erum bara heima við á meðan mesta hretið gengur yfir, ekki slæmt það. Ég skellti mér í heitapottin og gufuna í morgun á meðan frúin hamaðist í ræktini, svo kíkti ég aðeins á verkstæðið og tók kaffitímann með þeim áður en ég fór heim. Annars er ekki mikið að segja, ég á alveg eins von á að við hjökkum vestur í Skagafjörð í kvöld þegar mesti blásturinn verður búinn en ég hef ekkert staðfest í þeim efnum, það kemur í ljós í dag :). That´s it :)...........
Mynd
..::Fyrsti sleðatúrinn::.. Það er akkúrat ekkert að því að vera svona með annan fótinn í landi ;), Rúnar vinur minn hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér á snjósleða, minn var sko meira en til í það enda alltaf langað til að prufa svoleiðis græju :). Rúnar sótti mig svo heim og við fórum og náðum í sleðana og gerðum okkur klára, fyrst var svo farið upp á dal hérna beint fyrir ofan en það var frekar lítill snjór, mjög hart og mikill halli, við spændum samt langleiðina upp að kofa áður en stefnan var tekin út á Kalsárdal, þar var mun meiri snjór og nokkur slæðingur af sleðamönnum á ferð. Þetta var í einu orði frábært og ekkert smá gaman að keyra sleða, ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er í góðu veðri og góðu færi því þótt þetta hafi ekki verið bestu aðstæður í dag þá var þetta alveg geggjað. Eftir sleðatúrinn var maður leystur út með tertuveislu heima hjá Rúnari og Tótu en karlinn átti víst afmæli, en einhvernvegin hafði það farið framhjá mér hehe. Maður