..::Fyrsti sleðatúrinn::..
Það er akkúrat ekkert að því að vera svona með annan fótinn í landi ;), Rúnar vinur minn hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér á snjósleða, minn var sko meira en til í það enda alltaf langað til að prufa svoleiðis græju :).
Rúnar sótti mig svo heim og við fórum og náðum í sleðana og gerðum okkur klára, fyrst var svo farið upp á dal hérna beint fyrir ofan en það var frekar lítill snjór, mjög hart og mikill halli, við spændum samt langleiðina upp að kofa áður en stefnan var tekin út á Kalsárdal, þar var mun meiri snjór og nokkur slæðingur af sleðamönnum á ferð.
Þetta var í einu orði frábært og ekkert smá gaman að keyra sleða, ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er í góðu veðri og góðu færi því þótt þetta hafi ekki verið bestu aðstæður í dag þá var þetta alveg geggjað.
Eftir sleðatúrinn var maður leystur út með tertuveislu heima hjá Rúnari og Tótu en karlinn átti víst afmæli, en einhvernvegin hafði það farið framhjá mér hehe.
Maður staulaðist svo heim úr afmælisveislunni belgfullur af tertum og góðgæti eftir hreint frábæran dag.

Ég fór svo aðeins niður í bát seinnipartinn til að ná í svefnpokann sem ég ætla að skipta út úr kojunni og fá mér sæng í staðinn, það er ómögulegt að liggja í svefnpoka til lengdar.
Eftir kvöldmatinn hringdi svo kapteininn á Hjalteyrinni og sagðist fresta vesturferðinni sem fara átti í kvöld vegna leiðinda veðurútlits, við förum bara hérna í fjörðinn á morgunn, ekki slæmar fréttir það.
Fleira er ekki að frétta héðan í dag.

Og mundu að elska náunga þinn eins og sjálfan þig, það hjálpar :)................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi