..::Þrettán ár síðan::..
Í dag eru þrettán ár síðan drengurinn okkar kom í heiminn, mikið hrikalega fýkur tíminn áfram. Og ég eldist ekki neitt hehe, en kannski er bara einhver bilun í tímaforritinu í mér ;). Ég byrjaði daginn í Bjarmanum en eftir hádegið kíkti ég aðeins á Rúnar sem var að laga snjósleðana sína niður á verkstæði, maður komst aðeins í að skrúfa og smyrja sem náttúrulega reddaði deginum hehe.
Í tilefni dagsins smellti betri helmingurinn á nokkrar tertur sem ég gúffaði í mig um miðjan daginn ásamt völdum fjölskyldumeðlimum.
Í kvöld var afmælisbarnið með Pitzaveislu fyrir vini sína svo við hjónin forðuðum okkur út, við fórum til Brynju og horfðum á forval fyrir Eurovision.
Ég segi nú bara Désöös hvað er eiginlega í gangi, það var bara eitt lag sem átti einhvern möguleika en það voru valin fjögur. Í símakosningu var valið lag eftir Ómar Ragnars sem hefði sómt sér ágætlega sem undirspil í Stikluþættinum með Gísla heitnum á Uppsölum en ekki í Eruovision, og ekki voru kynnarnir betri, ég er nokkuð viss um að Garðar Cortes hefði ekki verið valin kynþokkafyllsti maður landsins ef þessi þáttur hefði verið sýndur kvöldið áður en það val fór fram, en svona er Ísland í dag.
Mér finnst að það ætti ekki að kynna hver samdi lag og texta fyrirfram, heldur ætti að flytja lagið fyrst og ekki kynna hver var laga og textahöfundur fyrr en eftir símakosningu, það gæfi þessu einhver óhlutdræg úrslit og fólk kysi það sem þeim þætti líklegast til að eiga séns í Eurovision, þetta er mín skoðun og mér er nokk sama hvað öðrum finnst.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi