Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 2, 2003
..::Snjókorn falla, á allt og alla::.. Það er kafaldssnjór á Dalvík og langt síðan ég hef nennt að blogga en núna ætla ég að splæsa á ykkur nokkrum línum ;). Síðastliðinn föstudag lögðum við land undir fót og keyrðum suður til Reykjavíkur og gistum hjá Hönnu Dóru og Gunna um helgina. Laugardaginn tókum við snemma og keyrðum suður í garð og hjálpuðum mömmu og pabba aðeins við að koma sér fyrir í nýja húsinu. Við heimsóttum svo Önnu og Tona á laugardagskvöldið og þar var tekið á móti okkur eins og tíndu sauðirnir hefðu snúið aftur. Eftir heimsóknina hjá Önnu og Tona litum við aðeins við hjá Árna bróður Guðnýar og löptum í okkur kaffisopa og spjölluðum. Sunnudagsmorguninn byrjuðum við Guðný að skreppa í laugardagslaugina meðan Einar Már kúrði, svo skruppum við aðeins í Ikea, pikkuðum svo stelpurnar upp og brunuðum heim á leið. Það var skítaveður og hált mestalla leiðina heim en það gekk samt vonum framar, allavega miðað við dekkin (tútturnar) sem við vorum á, ekki eftir einn nagli