..::Snjókorn falla, á allt og alla::..
Það er kafaldssnjór á Dalvík og langt síðan ég hef nennt að blogga en núna ætla ég að splæsa á ykkur nokkrum línum ;).
Síðastliðinn föstudag lögðum við land undir fót og keyrðum suður til Reykjavíkur og gistum hjá Hönnu Dóru og Gunna um helgina.
Laugardaginn tókum við snemma og keyrðum suður í garð og hjálpuðum mömmu og pabba aðeins við að koma sér fyrir í nýja húsinu.
Við heimsóttum svo Önnu og Tona á laugardagskvöldið og þar var tekið á móti okkur eins og tíndu sauðirnir hefðu snúið aftur.
Eftir heimsóknina hjá Önnu og Tona litum við aðeins við hjá Árna bróður Guðnýar og löptum í okkur kaffisopa og spjölluðum.
Sunnudagsmorguninn byrjuðum við Guðný að skreppa í laugardagslaugina meðan Einar Már kúrði, svo skruppum við aðeins í Ikea, pikkuðum svo stelpurnar upp og brunuðum heim á leið.
Það var skítaveður og hált mestalla leiðina heim en það gekk samt vonum framar, allavega miðað við dekkin (tútturnar) sem við vorum á, ekki eftir einn nagli og allt uppslitið ;(. Þegar við renndum inn í bæinn á Dalvík blasti við okkur snjór og ruðningar, það var greinilega búið að snjóa svo mikið að það hafði þurft að moka ;(.
Og ekki tók betra við þegar við komum heim, innkeyrslan ófær og snjórinn á tröppunum náði í miðlæri ;(, það var ekkert til ráða annað en að draga fram skófluna og byrja að moka ;).
Á mánudagsmorgun fór ég svo og pantaði mér ný nagladekk hjá Gesti ;), það er víst ekki verjandi að aka um á þessum túttum lengur og svo ekki sé talandi um að Guðný þarf að keyra hið minnsta fjórar ferðir inn á Akureyri í viku.
En þetta er ekki alveg gefins og kostaði stykkið af Michelin dekkjunum sem ég keypti 10.200kr plús umfelgun, en það er sjálfsagt skítur á priki miðað við það að liggja einhverstaðar lemstraður eða verða valdur af einhverri ógæfu vegna lélegra dekkja og eða skammsýnis sparsemi ;), mér finnst samt lélegt að ekki séu lægri tollar á vetrardekkjum sem ég flokka undir öryggistæki, sjálfsagt myndi það skila sér til ríkisins á annan hátt.
Hvað um það ég mokaði svo heimreiðina svo hægt var að setja bílinn inn í nótt ,).
Seinnipartinn gerði ég svo góðverk dagsins þegar ég muldi niður allt afgangsbrauðið úr brauðskúffunni og gaf snjótittlingunum ;).
Þriðjudagur til þrauta ;). Sigtryggur kíkti í kaffi í morgun og eftir hádegið fór ég og hjálpaði Ninnu að skipta um dekk undir grænu hættunni, í framhaldi af því fór ég með okkar bíl og lét smyrja og setja undir nýju Michelin nagladekkin ;).
Og nýjasta nýtt Erla fór á flot í gærkvöldi og væntingar standa til að hún fari út í kvöld, líklega fer hún samt ekki út fyrr en á morgun.

Og þá er komið að lokum þessa bloggs........................

Bið um gæfu og hamingju handa ykkur öllum, hugsið fallega um aðra því allt sem frá ykkur fer kemur til baka aftur ;).
Guð veri með ykkur.........................................................

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi