..::4x4 á Kaldbak::..
Klukkan ellefu í morgun kom Svanur vinur minn úr Ólafsfirði og náði í mig, ferðinni var heitið á Kaldbak en þangað ætlaði 4x4 klúbbur Eyjafjarðar að bjóða öllum sem vildu í grill og chill :). Við vorum komnir inn að leirunesti rétt fyrir tólf en þar átti að hóa hópnum saman áður en haldið yrði út á Grenivík.
Úti á Grenivík var öllum sem vildu smalað upp á gamlan heyvagn og keyrt upp að snjótroðara sem ferja átti fólkið upp á fjallið, þar sem mætingin var óvenjugóð þurfti að fara í tvær ferðir á troðaranum og sökum tímaskorts var ákveðið að fara ekki upp á Kaldbak, það var frekar fúlt því að ég var að vona að það yrði farið alla leið upp en :(.
Meðan troðarinn fór og sótti seinni skammtinn létum við okkur renna niður í gil þar sem búið var að koma fyrir grilli, þar átti að seðja gesti og gangandi á pilsum og gosi.
Grillið tókst reglulega vel og gat ég ekki séð annað en að allir skemmtu sér ágætlega, þarna voru nokkrir á snjósleðum sem tóku að sér að ferja fó
Færslur
Sýnir færslur frá apríl 18, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Endless story::..
Dagurinn í dag hefur að mestu leiti farið í að ditta að þessum húskofa, það virðist vera endless story fyrir húseigendur að halda þessum kofum við.
Ég byrjaði á að fylla með tréfylli í naglaholurnar á gerertunum og olíugrunnaði svo geretin og áfellurnar, svo var beðið eftir að það þornaði til að hægt væri að lakka.
Nú er ég búin að lakka tvær umferðir og verður það að duga, enda lítur þetta bara nokkuð vel út :).
Það er loksins að koma einhver mynd á framtíðina og auðvitað er hún breytingum háð eins og annað, en nýjasta nýtt er það að ég fer víst aftur um borð í Erlu í næstu viku og held eitthvað áfram þar eða þangað til hitt fleyið verður tilbúið. Ég geri ráð fyrir að fljúga út í næstu viku og taka við dósinni.
Og nýjasta nýtt af dollunni, hún var byrjuð að totta aftur, komin með nýtt troll, eða eins og sagt var í ævintýrinu “með nesti og nýja skó”.
Nú verður maður bara að vona það verði ekki meiri vandræði á karlöngunum þennan túrinn.
En ég var a
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sumardagurinn fyrsti::..
Hvað er það í minningunni sem gerir það að verkum að maður muni eftir þessum degi?
Í mínu tilfelli er það að ég fékk reiðhjólið aldrei í hendurnar fyrr en á sumardaginn fyrsta, þetta var regla sem foreldrar mínir settu og þau stóðu við hana. Vissulega fannst mér þetta mikið óréttlæti því einhverjir voru búnir að drusla hjólunum út fyrr og farnir að hjóla, en eftir situr samt að þetta varð til að festa þennan dag í minningunni, ég get enn kallað fram í huganum mynd af því þegar ég hjólaði niður Hátúnið sæll og glaður á sumardeginum fyrsta ;). Pabbi var alltaf búin að taka hjólið í gegn yfir veturinn svo að það var klárt fyrir lögregluskoðun sem fram fór á reiðhjólum í byrjun sumars, manni þótti mikið til að fá skoðunarmiðann á hjólið.
En seinna átti hrifning mín á embættisverkum lögreglunnar á æskuslóðunum eftir að minnka, enda voru þau ekki alltaf eftir bókinni góðu þótt kannski ætti ég örlítinn þátt í að velgja blessuðu yfirvaldinu.
En það var held
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sumarið er komið, eða hva..::..
Það er búið að vera þvílíka guðsblessunar blíðan á okkur í dag, bara eins og á besta sumardegi.....
Byrjaði daginn á að keyra frúna inn á Akureyri í skólann, svo skrapp ég aðeins á netaverkstæðið hjá Hemma og tók púlsinn á því.
Ok þá var komið að erindi mínu á Ak þ.e.a.s kaupa gereti fyrir nýju hurðina, náttúrulega átti Binni ekkert til og fræddi mig einnig á því að þetta eða hitt sem ég spurði um væri ekki til (samkvæmt tölvunni) annaðhvort er tölvuþekkingin á svona lágu plani eða byrgðahaldið hjá húsasmiðjunni ekki betra því það var allt til inni á Ak, og það sem Binni sagði að væri ekki til á landinu var í búntum inni á Ak :(, og það þurfti ekki heldur að kaupa þetta í 4.5m lengjum eins og maðurinn fræddi mig á heldur fékk ég bara það sem mig vantaði og borgaði bara fyrir það, já hún er ekki allstaðar söm þjónustan nú eða þjónustulundin.....
Þegar ég var búin að kaupa geretin var enn dágóð stund í að frúin yrði búin í skólanum svo að ég þvoði
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Segir hver::..
Nágranni minn hringdi í mig í morgun og bauðst til að skutla gömlu hurðinni niður í gáma á kerrunni. Ég dreif mig í að kippa járninu af þröskuld og hurðarspjaldinu, svo hirti ég lamir læsinguna og húninn áður en þessu var mokað á kerruna, einnig lét ég fjúka með nokkra spónaplötuafganga sem dagað hafa uppi og átti að nota seinna :).
Þegar þessu var lokið sníkti ég svo hádegismat hjá nágrönnunum enda einn og ósjálfbjarga heima ;).
Mynd dagsins er af Ingva Einari og Hauk en þeir voru að fara á einhverja bekkjarskemmtun og ákváðu að gela sig vel áður en haldið var af stað :), minnir mig svolítið á þegar maður var að fara á skólasköllin í den tid þegar Grese æðið tröllreið klakanum, hvað hét það nú aftur sem maður gumsaði í lubbann, brilljantín hvernig gat ég gleymt því?.
Segir svo ekki meir af mér fyrr en eftir kvöldmat, þá byrjaði ég á að sparsla aðeins inni í forstofunni. Svo ákvað ég að setja járnið sem ég reif af í morgun á þvottahúshurðina, það útheimti það
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ruslið farið burt og nýtt tekið við::..
Rifum gömlu útihurðina úr í dag og settum nýja í, setti nokkrar myndir af þessu inn hérna .
Varð svo orðlaus yfir því hvernig gamla hurðin var fúskuð í að ég hef ekki orðaforða á lausu í augnablikinu til að lýsa því, það eina sem ég get sagt um þá uppsetningu er "hún var Glæsileg! ef einhver skilur hvað ég á við".
Skrifa meira um þennan viðburðarríka dag seinna.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Í þættinum í kvöld er þetta helst::..
Frekar lítið um þennan dag að segja, og rólegt á brautarstöðinni.
Ella Hauks leit aðeins við og svo hrærði húsfreyjan í vöflur lagaði kakó og hafði þennan líka fína sunnudagskaffitíma, það vantaði ekkert nema frú Petrellu(úr Emil) til að þetta yrði eins og fínu kaffiboðin í Kattholti.
Og þessi dama kom og stillti fyrir okkur kassagítarinn, að hennar sögn var hann alveg hrikalega falskur fyrir stillingu, en nú ku hann vera eins og hann á að vera. En hvernig mátti annað vera þar sem eigin í þessari fjölskyldu hefur spilað á svona strengjahljóðfæri ;)...
Eitthvað voru þeir að spreyta sig á snjósleðunum niður við höfn, en þar er búið að setja upp svakafínan ramp til að stökkva á og þar sýndu þeir listir sínar, ekki gat ég séð annað en að þetta nyti mikillar athygli því margir voru komnir til að fylgjast með.
Það er alveg frábært að þessir guttar fái svona aðstöðu til að æfa sig á og fái frið til þess, en því miður virðist víða vera lagður