..::Segir hver::..
Nágranni minn hringdi í mig í morgun og bauðst til að skutla gömlu hurðinni niður í gáma á kerrunni. Ég dreif mig í að kippa járninu af þröskuld og hurðarspjaldinu, svo hirti ég lamir læsinguna og húninn áður en þessu var mokað á kerruna, einnig lét ég fjúka með nokkra spónaplötuafganga sem dagað hafa uppi og átti að nota seinna :).
Þegar þessu var lokið sníkti ég svo hádegismat hjá nágrönnunum enda einn og ósjálfbjarga heima ;).
Mynd dagsins er af Ingva Einari og Hauk en þeir voru að fara á einhverja bekkjarskemmtun og ákváðu að gela sig vel áður en haldið var af stað :), minnir mig svolítið á þegar maður var að fara á skólasköllin í den tid þegar Grese æðið tröllreið klakanum, hvað hét það nú aftur sem maður gumsaði í lubbann, brilljantín hvernig gat ég gleymt því?.
Segir svo ekki meir af mér fyrr en eftir kvöldmat, þá byrjaði ég á að sparsla aðeins inni í forstofunni. Svo ákvað ég að setja járnið sem ég reif af í morgun á þvottahúshurðina, það útheimti það að ég þurfti að hefla neðan af hurðinni ca 1cm áður en að þetta passaði, ég var búin að setja hurðina ófáar ferðir upp áður en ég var ánægður en það hafðist fyrir rest og er bara dillandi fínt núna.
Og þá var komið að því að pússa niður það sem ég sparslaði og mála, en þetta var ekki mikið og tók stutta stund :).
Þetta er nú það helsta sem á dag minn dreif, ekki merkilegt og varla til frásagnar :).
Læt þetta duga í bili.
Bið Guðs engla að strá örlitlu af bjartsýnis og hamingjuryki yfir ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi