..::Endless story::..
Dagurinn í dag hefur að mestu leiti farið í að ditta að þessum húskofa, það virðist vera endless story fyrir húseigendur að halda þessum kofum við.
Ég byrjaði á að fylla með tréfylli í naglaholurnar á gerertunum og olíugrunnaði svo geretin og áfellurnar, svo var beðið eftir að það þornaði til að hægt væri að lakka.
Nú er ég búin að lakka tvær umferðir og verður það að duga, enda lítur þetta bara nokkuð vel út :).

Það er loksins að koma einhver mynd á framtíðina og auðvitað er hún breytingum háð eins og annað, en nýjasta nýtt er það að ég fer víst aftur um borð í Erlu í næstu viku og held eitthvað áfram þar eða þangað til hitt fleyið verður tilbúið. Ég geri ráð fyrir að fljúga út í næstu viku og taka við dósinni.

Og nýjasta nýtt af dollunni, hún var byrjuð að totta aftur, komin með nýtt troll, eða eins og sagt var í ævintýrinu “með nesti og nýja skó”.
Nú verður maður bara að vona það verði ekki meiri vandræði á karlöngunum þennan túrinn.

En ég var aftur á móti að spá i að hætta þessu bulli í bili.
Vona að þið séuð öll búin að vera þæg og góð í dag sem aðra daga, gangið á Guðs vegum og góða helgi!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi