..::Sumarið er komið, eða hva..::..
Það er búið að vera þvílíka guðsblessunar blíðan á okkur í dag, bara eins og á besta sumardegi.....
Byrjaði daginn á að keyra frúna inn á Akureyri í skólann, svo skrapp ég aðeins á netaverkstæðið hjá Hemma og tók púlsinn á því.
Ok þá var komið að erindi mínu á Ak þ.e.a.s kaupa gereti fyrir nýju hurðina, náttúrulega átti Binni ekkert til og fræddi mig einnig á því að þetta eða hitt sem ég spurði um væri ekki til (samkvæmt tölvunni) annaðhvort er tölvuþekkingin á svona lágu plani eða byrgðahaldið hjá húsasmiðjunni ekki betra því það var allt til inni á Ak, og það sem Binni sagði að væri ekki til á landinu var í búntum inni á Ak :(, og það þurfti ekki heldur að kaupa þetta í 4.5m lengjum eins og maðurinn fræddi mig á heldur fékk ég bara það sem mig vantaði og borgaði bara fyrir það, já hún er ekki allstaðar söm þjónustan nú eða þjónustulundin.....
Þegar ég var búin að kaupa geretin var enn dágóð stund í að frúin yrði búin í skólanum svo að ég þvoði bílinn og tjöruhreinsaði hann, þvílíkt og slíkt eins og einn vinur minn orðaði það svo vel um árið, tjörudrullan var bara í haugum á drossíunni og mátti ég fara þrjár umferðir á verstu blettina. Pikkaði kvinnuna upp og brunuðum heim, ég ákvað að nota blíðuna og bónaði bílinn(frúarbílinn), svo tók ég til í bílskúrnum og dró fram gasgrillið, auðvitað var gaskúturinn nánast tómur svo að ég skottaðist eftir nýjum kút niður í Olís, ég var svo heppin að eiga tvo tóma kúta til að leggja inn,en þeir áttu ekki nema hálffulla kúta, restar frá fiskideginum mikla sögðu þau svo að þetta endaði með því að ég fékk hálffullan kút og svo borguðu þau mér 2600kr til baka :), já misjöfn þjónusta enn og aftur (þessi var fimm stjörnu).
Tengdi kútinn og prufaði og viti menn grillið virkaði meira að segja kveikjarinn, og ég slapp ósviðin frá uppkveikjunni. Svona til skýringar á því þá virkaði þetta eitthvað illa fyrir margt löngu, ég var búin að skrúfa frá gasinu en það kviknaði ekki í, ég lokaði grillinu og fór inn og náði mér í eldspítu opnaði og henti henni inn í grillið, “PÚFF” þvílík sprenging, og ég þurfti ekkert að raka mig á eftir, það fóru öll augnhár augnabrúnir og allur pakkinn hehehe, aldrei of varlega farið eða þannig..........

Meðan ég var að þrífa bílskúrinn þá tók ég hjólið út, þar sem það var komið út og veðrið svona gott þá sparkaði ég í gang og fékk mér rúnt, mér tókst að draga Sigga Hrefnu með mér og við vísiteruðum sandinn aðeins.

Í kvöld var svo grillið kynnt upp og galdraði frúin fram veislu af grillinu, ég var afvelta á eftir og gat mig hvergi hreift, en áður náði að smella einni mynd af henni við grillið þar sem veislan mallaði á glóðunum :).

Og sorgarfréttir af dollunni, það datt aftan úr henni trollið með hlerum sem sagt allur pakkinn fór, Matti er búin að standa í ströngu við að kroppa þetta upp með króknum og var í kvöld búin að ná mest öllu aftur "seigur kallinn". Já það er örugglega búið að vera heljarinnar dambíló á þeim sveinum undanfarin sólarhring, en allt tekur enda um síðir.

Mig langar til að minna á nýja ljósmyndagetraun á síðunni hjá Júlla sem fangaði hug minn um tíma í kvöld, þetta er skemmtilegur leikur, ég skora á ykkur að spreyta ykkur á honum, en hér er hlekkurinn: http://www.julli.is/ljosmyndagetraun.htm

Og þá held ég barasta að þetta verði ekki lengra í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgjast með ykkur fyrir mig..........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi