..::Í þættinum í kvöld er þetta helst::..
Frekar lítið um þennan dag að segja, og rólegt á brautarstöðinni.
Ella Hauks leit aðeins við og svo hrærði húsfreyjan í vöflur lagaði kakó og hafði þennan líka fína sunnudagskaffitíma, það vantaði ekkert nema frú Petrellu(úr Emil) til að þetta yrði eins og fínu kaffiboðin í Kattholti.
Og þessi dama kom og stillti fyrir okkur kassagítarinn, að hennar sögn var hann alveg hrikalega falskur fyrir stillingu, en nú ku hann vera eins og hann á að vera. En hvernig mátti annað vera þar sem eigin í þessari fjölskyldu hefur spilað á svona strengjahljóðfæri ;)...
Eitthvað voru þeir að spreyta sig á snjósleðunum niður við höfn, en þar er búið að setja upp svakafínan ramp til að stökkva á og þar sýndu þeir listir sínar, ekki gat ég séð annað en að þetta nyti mikillar athygli því margir voru komnir til að fylgjast með.
Það er alveg frábært að þessir guttar fái svona aðstöðu til að æfa sig á og fái frið til þess, en því miður virðist víða vera lagður steinn í götu mótorsports oftar en ekki vegna þröngsýni og vanþekkingar, en við höfum ekki þurft að líða fyrir það hérna á Dallas hingað til 6-11-14 bank bank.
Í kvöld voru svo kjúklingabitar ala Guðný, alveg hrikalega gott.....
Eftir kjúllan skuppum við aðeins út á bílnum, hérna rétt fyrir ofan húsið voru þá tvær Rjúpur að kroppa í snjóinn, það hefði sjálfsagt kitlað skottaugarnar í einhverjum veiðimanninum að sjá þessi grey svona nálægt. Það er víst búið að vera mikið af Rjúpu í bænum eftir áramótin, kannski fer þetta bara að verða eins og í Hrísey?.
Speki dagsins er eftir Konfusíus:
Krefjast skaltu mikils af
sjálfum þér.
Vænstu lítils af öðrum.
Færra mun þá valda þér ama.
Og þetta verða lokaorðin í dag.
Gangið á Guðs vegum.......................................................
Frekar lítið um þennan dag að segja, og rólegt á brautarstöðinni.
Ella Hauks leit aðeins við og svo hrærði húsfreyjan í vöflur lagaði kakó og hafði þennan líka fína sunnudagskaffitíma, það vantaði ekkert nema frú Petrellu(úr Emil) til að þetta yrði eins og fínu kaffiboðin í Kattholti.
Og þessi dama kom og stillti fyrir okkur kassagítarinn, að hennar sögn var hann alveg hrikalega falskur fyrir stillingu, en nú ku hann vera eins og hann á að vera. En hvernig mátti annað vera þar sem eigin í þessari fjölskyldu hefur spilað á svona strengjahljóðfæri ;)...
Eitthvað voru þeir að spreyta sig á snjósleðunum niður við höfn, en þar er búið að setja upp svakafínan ramp til að stökkva á og þar sýndu þeir listir sínar, ekki gat ég séð annað en að þetta nyti mikillar athygli því margir voru komnir til að fylgjast með.
Það er alveg frábært að þessir guttar fái svona aðstöðu til að æfa sig á og fái frið til þess, en því miður virðist víða vera lagður steinn í götu mótorsports oftar en ekki vegna þröngsýni og vanþekkingar, en við höfum ekki þurft að líða fyrir það hérna á Dallas hingað til 6-11-14 bank bank.
Í kvöld voru svo kjúklingabitar ala Guðný, alveg hrikalega gott.....
Eftir kjúllan skuppum við aðeins út á bílnum, hérna rétt fyrir ofan húsið voru þá tvær Rjúpur að kroppa í snjóinn, það hefði sjálfsagt kitlað skottaugarnar í einhverjum veiðimanninum að sjá þessi grey svona nálægt. Það er víst búið að vera mikið af Rjúpu í bænum eftir áramótin, kannski fer þetta bara að verða eins og í Hrísey?.
Speki dagsins er eftir Konfusíus:
Krefjast skaltu mikils af
sjálfum þér.
Vænstu lítils af öðrum.
Færra mun þá valda þér ama.
Og þetta verða lokaorðin í dag.
Gangið á Guðs vegum.......................................................
Ummæli