..::4x4 á Kaldbak::..
Klukkan ellefu í morgun kom Svanur vinur minn úr Ólafsfirði og náði í mig, ferðinni var heitið á Kaldbak en þangað ætlaði 4x4 klúbbur Eyjafjarðar að bjóða öllum sem vildu í grill og chill :). Við vorum komnir inn að leirunesti rétt fyrir tólf en þar átti að hóa hópnum saman áður en haldið yrði út á Grenivík.
Úti á Grenivík var öllum sem vildu smalað upp á gamlan heyvagn og keyrt upp að snjótroðara sem ferja átti fólkið upp á fjallið, þar sem mætingin var óvenjugóð þurfti að fara í tvær ferðir á troðaranum og sökum tímaskorts var ákveðið að fara ekki upp á Kaldbak, það var frekar fúlt því að ég var að vona að það yrði farið alla leið upp en :(.
Meðan troðarinn fór og sótti seinni skammtinn létum við okkur renna niður í gil þar sem búið var að koma fyrir grilli, þar átti að seðja gesti og gangandi á pilsum og gosi.
Grillið tókst reglulega vel og gat ég ekki séð annað en að allir skemmtu sér ágætlega, þarna voru nokkrir á snjósleðum sem tóku að sér að ferja fólkið upp brekkurnar svo það gæti rennt sér niður aftur, það var allt í gangi; bretti þotur sleðar og skíði.
Við Svanur létum ferja okkur upp með snjóþotur og brunuðum svo niður, það var látið duga ein ferð því þegar við komum niður var grillveislan tilbúin.
Þegar grillinu lauk ferjaði snjótroðarinn okkur upp á fjall aftur, og fór svo aðra ferð niður í gilið eftir restinni af fólkinu. Við ákváðum að labba niður til að brenna af okkur pylsunum og gosinu, og var þetta ágætis endir á skemmtilega ferð upp á Kaldbak(Langleiðina), við sáum tvær rjúpur á niðurleiðinni.
Það var ágætt að komast í bílinn, við ákváðum svo að fara niður fyrir höfðann á bakaleiðinni svo að við fengjum smá að jeppast í ferðinni, þar sáum við eina rjúpu enn og stökk Svanur út og myndaði hana í bak og fyrir, það var ótrúlegt hvað hann komst nálægt henni(honum) þetta var víst karri.
Svo var brunað heim og var ég komin heim upp úr sex.

Hérna eru svo stærri myndir úr ferðinni; smellið hér til að skoða fleiri myndir!.

Læt þetta nægja í dag.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur..........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi