Færslur

Sýnir færslur frá júlí 18, 2004
..::Fínisering og styllingar::.. Flaug suður á fimmtudagskvöld, Gunni sótti mig út á völl og keyrði mig yfir í Hafnarfjörð með smá stoppi á Kentucky Fried þar sem við gúffuðum í okkur nokkrum kjúklingabitum. Þegar ég kom um borð var orðið ljóst að það yrði ekki farið í prufutúr fyrr en á föstudagsmorgun, svo ég kúrði um borð. Föstudagur. Vaknaði á vinnutíma en þá var allt á fullu í mótorhúsinu, vélin var gangsett og rétt fyrir hádegi skriðum við út úr höfninni í prufutúrinn, það gekk ágætlega í þessum prufutúr og vorum við komnir aftur í höfn um hálf þrjú, en ekki voru vélaspesíalistarnir alveg sáttir með vélina svo að ákveðið var að fara í að stylla hana betur og frekari prufutöku frestað til morguns. Djeeesus nú grétu englarnir og var vatnsflóðið eins og sturtað væri úr fötu, viðbrigði fyrir mig úr blíðunni fyrir norðan :). Nonni sótti mig og fór ég með honum að koma sjónvarpi í viðgerð en svo fórum við í Smáralindina þar sem ég keypti mér drykkjarkönnu úr stáli og eitthva
..::Komið að því::.. þá er komið að því, er að fara suður og um borð Otto, það átti að gangsetja vélina í dag svo að það styttist í að skipið verði klárt og höldum til hafs á ný :):). 
..::Úti að hjóla::.. Sparkaði hjólinu í gang eftir hádegið og renndi inn á Akureyri, þar fyllti ég af eldsneyti og brunaði svo yfir Vaðlaheiðina, yfir gömlu brúna í Vaglaskógi og inn allan Fnjóskadal. Frá Sörlastöðum liggur vegslóði(línuvegur) yfir í Barðárdal, þennan slóða fór ég  í fyrra svo að ég þekkti leiðina ágætlega og renndi beint upp á heiðina, á heiðinni fór ég fram úr einum jeppa og keyrði svo fram á  göngufólk sem var að lötra yfir. Þegar ég átti stutt eftir niður af heiðinni hitti ég annan mótorhjólamann sem var að prufa þessa leið í fyrsta skipti, við stoppuðum stutta stund og spjölluðum en ég hélt svo áfram niður og endaði á Sandhaugum hjá Tóta og Ólu, þau voru að brasa í girðingum þegar ég kom, eða réttara sagt að klippa gaddavír úr jarðvegstætaranum, þegar það var búið var boðið upp á kaffi. Óla galdraði fram ótrúlegt magn af bakkelsi á augabragði, ég tróð mig út af bakkelsi og þambaði kaffi með. Eftir kaffið fór ég að huga að heimferðinni, hirti upp flíspeisu
..::Kisi litli tíndur::. Litli kisinn Ninnu og Gumma er tíndur, hann ráfaði eitthvert burt um helgina og hefur ekki skilað sér heim, þetta er bröndóttur kettlingur( fress ) með köflótta ól, hann er einhverstaðar á vafri á Dalvík og ef einhver hefur séð hann eða veit hvar krílið er niður komið þá vinsamlegast hafið samband.   Hékk heima í mest allan gærdaginn og fór lítið út úr húsi þó var veðrið þokkalegt. Spjallaði aðeins við Jón vélstjóra og hélt hann að vélin í Otto færi í gang í dag eða kvöld, svo nú fer að styttast í að ég komist af stað aftur.   Það hefur gengið á með skúrum hérna á Dalvík í morgun og frekar fúlt veður :(.
..::Hreint frábær helgi::.. Þá er hreint frábærri helgi lokið, ættarmót runnlinga á Sandhaugum í Barðárdal er án efa það alskemmtilegasta ættarmót sem ég hef komið á :).   Föstudagur. Tókum saman dótið í bílinn og brunuðum sem leið lá á ættarmótssvæðið, þegar við lentum var staks tekið við að koma upp tjaldbúðum, veðrið var ágætt en smá rigningarúði. Það var létt verk að koma upp tjöldum og partíseglskúrnum :). Svo fórum við í smá kynningarferð um bæinn þar sem dýrin voru skoðuð, það vantar ekkert upp á fjölbreytnina í þeim efnum sannkallaður húsdýragarður ;), Kýr, kálfar, heimalingar, svín, endur, hundar af öllum stærðum og gerðum, kanínur , kettir og hver veit hvað þetta heitir nú allt :):). Fólkið var að tínast á svæðið allt kvöldið og partísseglskúrinn breyttist fljótlega í tjaldskemmu.   Laugardagur. Helvíti var kalt í tjaldinu í nótt birr birr, maður var alveg að drepast ofan í klofið á sér fyrir kulda og vosbúð, svo að ég drattaðist út úr tjaldinu klukkan átt