..::Hreint frábær helgi::..
Þá er hreint frábærri helgi lokið, ættarmót runnlinga á Sandhaugum í Barðárdal er án efa það alskemmtilegasta ættarmót sem ég hef komið á :).
 
Föstudagur.
Tókum saman dótið í bílinn og brunuðum sem leið lá á ættarmótssvæðið, þegar við lentum var staks tekið við að koma upp tjaldbúðum, veðrið var ágætt en smá rigningarúði. Það var létt verk að koma upp tjöldum og partíseglskúrnum :).
Svo fórum við í smá kynningarferð um bæinn þar sem dýrin voru skoðuð, það vantar ekkert upp á fjölbreytnina í þeim efnum sannkallaður húsdýragarður ;), Kýr, kálfar, heimalingar, svín, endur, hundar af öllum stærðum og gerðum, kanínur , kettir og hver veit hvað þetta heitir nú allt :):).
Fólkið var að tínast á svæðið allt kvöldið og partísseglskúrinn breyttist fljótlega í tjaldskemmu.
 
Laugardagur.
Helvíti var kalt í tjaldinu í nótt birr birr, maður var alveg að drepast ofan í klofið á sér fyrir kulda og vosbúð, svo að ég drattaðist út úr tjaldinu klukkan átta og skokkaði út i fjós þar sem allt var á fullu við mjaltir, það var hlítt og gott í fjósinu og maður var fljótur að ná hrollinum úr sér ;).
Í hádeginu voru grillaðar pylsur/pulsur ofan í alla ættliði :).
Um miðjan dag var öllum hópnum smalað upp í drossíurnar og stefnan sett inn Barðárdal í átt að Aldeyjarfossi, það gekk alveg þokkalega þangað til að drossía Viðars tók niðri á steini og reif gat á olíupönnuna svo að öll smurolían gusaðist af  :(, en það var ekki verið að vesenast mikið yfir því fólkinu var dreift í næstu drossíur og ferðinni haldið áfram.
Það var gaman að skoða þennan foss sem er í afbrigðum fallegri Stuðlabergs umgjörð, þegar allir voru búnir að fá nóg af Aldeyjarfossi útbýtti Ninna muffins í gríð og erg áður en haldið var til baka. Á bakaleiðinni hnýttum við þann bilaða aftan í jeppa sem draslaðist með hann í togi á verkstæði sem staðsett var innst inni í Barðárdal, við skoðun kom í ljós að þessu yrði fljótreddað, þurfti bara að steikja þetta saman með rafsuðu og mátti sækja bílinn fljótlega.
Nú brunuðum við heim á bæ, flestir hinir héldu ferðinni áfram og fóru að skoða eitthvert sveitasetur sem okkur langaði ekki að sjá.
Við vorum ekki búin að vera lengi heima þegar Tóti hringdi og bað okkur Gunna að sækja kýrnar því þau yrðu aðeins sein fyrir, við Gunni röltum eftir kúnum, ákváðum svo að setja þær inn til að flýta enn frekar fyrir, það var eitt mesta bíó sem ég hef lent í lengi, ekki verður sagt að þetta séu gáfudýr og áttum við í mesta basli við að tjóðra þæ r og koma þeim á básana, en eftir mikinn hlátur og kátínu hafðist þetta að mestu leiti, það sem útafstóð reddaði bóndinn sjálfur þegar hann mætti.
En ég verð að segja að á tímabili leit þetta út eins og í kvikmyndinni Dalalíf hjá okkur Gunna. Eftir fjós voru grillin kynnt og svo var grillað ofan í alla hjörðina, við holugrilluðum læri sem var algjört sælgæti, og ekki var nú sósan sem Dísa útbjó til að skemma þetta, það einhver besta sósa sem ég hef á ævinni smakkað og fær Vigdís fimm stjörnur fyrir sósuna.
Kvöldið fór svo í svona allmennt ættarmóta far sem endaði með að söngbækurnar voru dregnar upp og söng svo hver með sínu nefi.
Við Guðný ákváðum að láta ekkert reina frekar á kuldaþolið og fluttum okkur inn í kjallara í gamla bænum þar sem við kúrðum með Einar Má í hlýjunni.
 
Sunnudagur.
Nú var góða veðrið komið í allri sinni dýrð og bakaði  sólin niður á okkur, sumir voru að byrja að tína dótið saman en við gátum varla hugsað okkur að yfirgefa þetta góða veður.
Þó nudduðum við dótinu saman smátt og smátt í góða veðrinu.
Seinnipartinn þegar fáir voru eftir þá hrúguðum við öllu liðinu upp í pallbílinn hjá Tóta og Ólu, svo var brunað upp á dal eftir línuveginum. Þegar við vorum komin á mót við Sandhauga þá ákvað mest öll kjóran að ganga niður en við Guðný ásamt Einar og Soffíu ferjuðum bílinn til baka.
Þar sem að senn nálgaðist fjós þá dreif ég Guðnýu og Einar í það að sækja með mér kýrnar, og renndum við þeim heim í fjós og komum þeim flestum á bása ;) þó gekk ein af sem ég fann ekki bás fyrir, en skýringin var að við vorum búin að bisa einni steingeldri á bás sem ekki átti að vera í fjósi, úbbs :):):).
Eftir fjós kynntum við grillin, síðan var göldruð fram þessi líka fína svínasteikin ala Sandhaugar :).
Klukkan var langt gengin í ellefu þegar við svo loksins yfirgáfum Sandhauga og héldum heim á leið eftir hreint frábæra helgi.
 
Hér eru svo 78 myndir af ættarmótinu ,).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi