Færslur

Sýnir færslur frá apríl 11, 2004
..::LØrdag::.. Frekar lítið um þennan dag að segja, vöknuðum ekki fyrr en klukkan tíu. Ég fór í Bjarmann en Guðný og Einar fóru í vöflukaffi hjá Brynju, hún var að prufukeyra nýtt vöflujárn og Bjarki varð að fá einhverja í morgunkaffi :), hún er að Bjarka sögn besti vöflubakari í heimi. En ég missti af þessu öllu svo að ég get ekki dæmt þetta. Ég dvaldi dágóða stund í Bjarmanum og var ekki komin heim fyrr en um eitt, þá var allt á fullu við undirbúning á einhverri snyrtivörukynningu. Klukkan tvö átti sem sagt að vera kynning á snyrtivörum borðbúnaði pottum og einhverju fl, hverjir kannast ekki við kvenfólk og dollukynningarnar? Jæja þetta er eitthvað svipað hehe. Sem sagt hér var múgur og margmenni í dag þar sem allar dömurnar gátu dáðst að þessu eða hinu kreminu eða meikinu í þessari eða hinni línunni frá (æi það kann ég ekki að nefna). Þetta er ekki svona mikið vesen hjá karlpungunum, raksápa rakvél og rakspíri that´s it :):)......... Meðan ég var að bíða eftir heilun í morgu...
..::Idol hvað::.. Jæja þá er þetta blessaða Idol að baki og ég segi nú bara “Hvað er eiginlega í gangi!”. Það þarf ekkert að skafa af því en karlpeningurinn í þessari keppni var alveg hööörmulegur, og rauðhaus hélt áfram, það hélt ég í vitleisu minni að gæti ekki gerst. En það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur, og enginn veit fyrr en allt í einu eins og maðurinn orðaði það um árið. Hvað sem því líður þá er þetta bara svona og maður fær litlu um það ráðið, og yfir og út frá idolinu....... Það hefur verið fjölmennt hjá okkur í dag, þetta er stundum eins og maður búi á lestarstöð hehe, en það er gott að við skulum vera svona vinsæl. Þetta er svona eins og tómatsósan “fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!”. Það er sjálfsagt hægt að hafa þessar öfgar í báðar áttir og ekki vildi ég vera á hinum endanum. En nú eru allir farnir og þá tekur síminn við, og hefur hann ekki stoppað, það er varla búið að leggja á þegar síminn byrjar að gelta. Það er alv...
Mynd
..::Slabb::.. Það er búið að vera skítaveður á Dalvík í dag og varla hundi út sigandi fyrir slabbi og krapadrulli :(, meira að segja munaði engu að ég næði að festa bílinn í þessu þegar ég var að skutla Einari á körfuboltaæfingu í dag, en það var nú líka kannski meira mér að kenna því að ég var komin aðeins út úr slóðinni, maður verður nú að sjá hvað maður kemst á sumardekkjunum :). Auðvitað viðraði ekki viðraði í hurðaruppsetninguna svo að það bíður betri tíma, en vonandi verður glerið til á mánudag. Guðný var ekki í skólanum í dag svo að við vorum að stússast í morgun, skiptum á rúmunum og fl. Við hefðum kannski betur sleppt þessum rúmfataskiptum því að það entist ekki lengi, litli frændi Guðnýjar fór til tannlæknis í morgun og kom svo í heimsókn til okkar á eftir. Eitthvað leið litla grislingnum illa þegar deyfingin var að fara úr, við settum mynd í DVD spilarann og leifðum honum að horfa á inni í rúminu okkar, þetta endaði með því að krílið sofnaði. En því miður þá lak aðe...
Mynd
..::Hvar er glerið mitt?::.. Það er búið að vera vetrarveður hérna í dag, kannski ekki snjóað mikið en slydduhríð og slabb á götum. É er bara búin að hanga innandyra í mest allan dag. Guðný ætlaði að sækja glerið í nýju hurðina í dag en því miður var það ekki tilbúið, og verður ekki fyrr en? Ég athuga það samt í fyrramálið hver veit nema að þeir hafi drifið það af í dag. Við ætlum svo að athuga með uppsetninguna á morgun ef veður og gler leyfir, nú annars verður það bara að bíða betra veðurs og tíma. Já þetta er svona að mestu það sem ég er búin að afreka í dag. Spjallaði aðeins við Múttu í dag en hún er búin að vera ansi slæm af lungnabólgu og gengur illa að losna við hana, sjálfsagt gengur henni líka illa að fara eftir ráðum læknanna og halda sig í rúminu meðan þetta gengur yfir. En vonandi nær hún að rífa þessa óværu úr sér sem fyrst. Og þá er komið að matseðli kvöldsins: Reykt folaldakjöt soðnar kartöflur uppstúf blandaðgrænmeti(salat) og rauðbeður, hvað er hægt að hafa það ...
..::Nýja hurðin komin::.. Allt gengið mitt hvarf í skóla fyrir átta í morgun og sat ég einn eftir, góndi á Ísland í bítið og ráfaði um kofann..... Maggi Hafsteins kom svo með nýju útihurðina rétt fyrir hádegi og hjálpaði mér að bera hana inn í kjallara, hún lítur bara nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá. Eftir hádegið fórum við svo í að taka til í kjallaranum, eitthvað sem ég hef ætlað að gera lengi en ekki haft mig í, það var ýmislegt sem mátti fara á haugana og var súbbinn tvífylltur af rusli sem fór í gámana. Þar fauk gamall fataskápur sófi barnabílstóll og margt fl, sjálfsagt hefði mátt henda miklu meira en þetta var látið duga í þetta skiptið. Annars er alveg með ólíkindum hvað maður heldur uppá mikið drasl, drasl sem engum er greiði gerður að geima, t.d voru þarna tvö ónýt vídeótæki og enn er eftir gamla Grundig sjónvarpið sem ég hefði átt að henda en gerði ekki, hvers vegna? Á vissu tímabili dagsins fannst mér eins og ég væri búin að láta draga mig á asnaeyrunum full la...
..::Páskalokin::.. Jæja þá eru páskarnir flognir með öllu sínu súkkulaði og veisluhaldi og nú tekur alvaran við. Vöknuðum klukkan sjö í morgun en Guðný þurfti að mæta í skólann í dag. Þegar Guðný var farin fór ég í tölvuna og vafraði eins og villtur sauður um óravíddir netsins. Hitti svo á Hönnu Dóru og mömmu á MSN og spjallaði smá við þær. Þegar Einar vaknaði fór hann út í körfubolta og hefur varla sést heima í dag :(. Hringdi inn í Börk og fékk staðfest að hurðin væri tilbúin og fékk þá til að senda hana af stað, nú verður að finna einhvern speking til að setja hana í :). Dró fram reiðhjólið og hjólaði niður í mímisveg og náði í myndavélina sem ég gleymdi á sunnudeginum, kom við hjá Svölu í leiðinni heim og þáði kaffi og bita af páskaegginu hans Hilmars :)...... Guðný þurfti svo að bíða innfrá eftir Hjördísi sem var að koma úr útlegðinni í Hafnarfirði, þær mæðgur voru komnar heim um þrjú. Drattaðist út og dreifði úr restinni af snjónum sem var norðan við húsið, vonandi hverfu...
..::Annar í páskum::.. Frúin vildi endilega drífa í að þrífa í dag svo að kofinn var skrúbbaður hátt og lagt, ég reyndi af fremsta megni að taka þátt í þessu með henni og lallaði um með ryksuguna. Við fengum okkur svo rúnt eftir þrifin, garnirnar í Súbbanum voru farnar að gaula og ég ætlaði ekki að verða bensínlaus inni í bílskúr aftur svo að drifið var í því að fylla tankinn. Fyrst maður var komin niður á bensínstöð þá notaði ég tækifærið og mældi loftið í dekkjunum (frúin var eitthvað að kvarta um að bíllinn væri þungur í stýri) jú það var nú frekar lítið í framdekkjunum en nokkuð jafnt, hvað sem því leið þá fór ég í leiðarvísi bifreiðarinnar og fann þar vísun á upplýsingamiða um kjörloftþrýsting, hann var staðsettur innan í hurðarkarminum bílstjóramegin. Eftir þeirri töflu mátti bæta nokkru lofti í fram og afturhjólin og var það gert alveg eftir bókstafnum, nú ætti daman að vera ánægð :). Svo fórum við eina bunu í sveitina í góða veðrinu, á bakaleiðinni stoppuðum við í hesth...
..::Málshættirnir okkar::.. 1. Kemst þótt hægt fari. 2. Bernskan sýnir okkur manninn á sama hátt og dögunin sýnir okkur hvernig dagurinn muni verða. 3. Ungir til dáða, gamlir til ráða. 4. Hjólið sem ískrar mest, fær alla smurninguna.
..::Fékk páskaegg no3::.. Það var allt hvítt í morgun enda snjóaði talsvert í gærkvöldi, en það hefur verið þíða í dag svo göturnar eru orðnar marauðar aftur. Það var mikið fjör hjá Brynju í gærkvöldi og svo var skroppið aðeins á fjörfiskinn á eftir ;). Dagurinn í dag byrjaði svo á páskaeggjaáti hehe, en einhverra hluta vegna gleymdi ég hvað stóð á málshættinum mínum og þegar ég ætlaði að lesa hann seinna fann ég hann ekki ;( kannski hef ég bara étið hann. Við skruppum svo aðeins til Brynju og hjálpuðum til við að klára síðasta heita réttinn, ég lagðist svo afvelta fyrir framan sjónvarpið á eftir. En ég var farin að hafa svo mikla bakþanka yfir öllu þessu áti að ég bauðst til að fara út með Lúlla(hundinn) fyrir Ninnu og sprangaði með hann upp í fjall í góða veðrinu. Eftir göngutúrinn tók við morr og leti fyrir framan sjónvarpið. Í kvöld var svo enn boðið til veislu og nú voru það grilluð læri ala Kalli, þetta var máltíð sem tókst alveg frábærlega og enn og aftur stóð maður á b...