..::Annar í páskum::..
Frúin vildi endilega drífa í að þrífa í dag svo að kofinn var skrúbbaður hátt og lagt, ég reyndi af fremsta megni að taka þátt í þessu með henni og lallaði um með ryksuguna.
Við fengum okkur svo rúnt eftir þrifin, garnirnar í Súbbanum voru farnar að gaula og ég ætlaði ekki að verða bensínlaus inni í bílskúr aftur svo að drifið var í því að fylla tankinn.
Fyrst maður var komin niður á bensínstöð þá notaði ég tækifærið og mældi loftið í dekkjunum (frúin var eitthvað að kvarta um að bíllinn væri þungur í stýri) jú það var nú frekar lítið í framdekkjunum en nokkuð jafnt, hvað sem því leið þá fór ég í leiðarvísi bifreiðarinnar og fann þar vísun á upplýsingamiða um kjörloftþrýsting, hann var staðsettur innan í hurðarkarminum bílstjóramegin.
Eftir þeirri töflu mátti bæta nokkru lofti í fram og afturhjólin og var það gert alveg eftir bókstafnum, nú ætti daman að vera ánægð :).
Svo fórum við eina bunu í sveitina í góða veðrinu, á bakaleiðinni stoppuðum við í hesthúsinu hjá Kalla, þar var allt á fullu í járningum og undirbúning fyrir útreiðar.
Þegar heim var komið gat ég ekki minni verið en Kalli og fór smá útreiðartúr á mínum fák, ég setti stefnuna upp á dal og gekk það nokkuð vel að komast þangað upp en hjarnið var ekki nógu gott svo að maður komst ekkert áfram :(.
Bjarki Fannar bauð svo Einari í mat í kvöld, við vorum bara tvö í kotinu í kvöldmatnum, Guðný eldaði þessa líka fínu hamborgara með Camembert osti, en hugmyndina fékk hún á Bautanum um daginn. Ég verð nú bara að segja að þessir heimalöguðu gáfu bautaborgaranum ekkert eftir :).
Nú þegar búið var að landa Camembertborgaranum skrapp ég til Ninnu og kom MSN kerfinu á lappirnar hjá henni, það var einhver della í forritinu og þurfti að uninstalla og installa aftur til að fá þetta til að virka, en fyrst ég var nú komin þarna uppeftir þá aumkunaði ég mig yfir Lúlla greyið og fór með hann í smá göngutúr upp í fjall.
Ég held að við höfum báðir haft gagn og gaman af því, ásamt því að ég fann eina golfkúlu sem kannski nýtist einhverjum í fjölskyldunni seinna.
Þetta er það helsta sem á okkar dag dreif :).
Mig langar til að minna á linkinn láttu það vaða! undir blogginu þar sem öllum er frjálst að tjá sig, einnig megið þið láta ljós ykkar skína á korktöflunni hérna vinstra megin á síðunni ef ykkur langar að segja eitthvað............
Og þar með líkur þessu pári mínu í dag.
Bið alla hirðsveina og hirðmeyjar himnaföðurins að vera ykkur innan handar í baráttu lífsins, og munið eftir brosinu.........
Frúin vildi endilega drífa í að þrífa í dag svo að kofinn var skrúbbaður hátt og lagt, ég reyndi af fremsta megni að taka þátt í þessu með henni og lallaði um með ryksuguna.
Við fengum okkur svo rúnt eftir þrifin, garnirnar í Súbbanum voru farnar að gaula og ég ætlaði ekki að verða bensínlaus inni í bílskúr aftur svo að drifið var í því að fylla tankinn.
Fyrst maður var komin niður á bensínstöð þá notaði ég tækifærið og mældi loftið í dekkjunum (frúin var eitthvað að kvarta um að bíllinn væri þungur í stýri) jú það var nú frekar lítið í framdekkjunum en nokkuð jafnt, hvað sem því leið þá fór ég í leiðarvísi bifreiðarinnar og fann þar vísun á upplýsingamiða um kjörloftþrýsting, hann var staðsettur innan í hurðarkarminum bílstjóramegin.
Eftir þeirri töflu mátti bæta nokkru lofti í fram og afturhjólin og var það gert alveg eftir bókstafnum, nú ætti daman að vera ánægð :).
Svo fórum við eina bunu í sveitina í góða veðrinu, á bakaleiðinni stoppuðum við í hesthúsinu hjá Kalla, þar var allt á fullu í járningum og undirbúning fyrir útreiðar.
Þegar heim var komið gat ég ekki minni verið en Kalli og fór smá útreiðartúr á mínum fák, ég setti stefnuna upp á dal og gekk það nokkuð vel að komast þangað upp en hjarnið var ekki nógu gott svo að maður komst ekkert áfram :(.
Bjarki Fannar bauð svo Einari í mat í kvöld, við vorum bara tvö í kotinu í kvöldmatnum, Guðný eldaði þessa líka fínu hamborgara með Camembert osti, en hugmyndina fékk hún á Bautanum um daginn. Ég verð nú bara að segja að þessir heimalöguðu gáfu bautaborgaranum ekkert eftir :).
Nú þegar búið var að landa Camembertborgaranum skrapp ég til Ninnu og kom MSN kerfinu á lappirnar hjá henni, það var einhver della í forritinu og þurfti að uninstalla og installa aftur til að fá þetta til að virka, en fyrst ég var nú komin þarna uppeftir þá aumkunaði ég mig yfir Lúlla greyið og fór með hann í smá göngutúr upp í fjall.
Ég held að við höfum báðir haft gagn og gaman af því, ásamt því að ég fann eina golfkúlu sem kannski nýtist einhverjum í fjölskyldunni seinna.
Þetta er það helsta sem á okkar dag dreif :).
Mig langar til að minna á linkinn láttu það vaða! undir blogginu þar sem öllum er frjálst að tjá sig, einnig megið þið láta ljós ykkar skína á korktöflunni hérna vinstra megin á síðunni ef ykkur langar að segja eitthvað............
Og þar með líkur þessu pári mínu í dag.
Bið alla hirðsveina og hirðmeyjar himnaföðurins að vera ykkur innan handar í baráttu lífsins, og munið eftir brosinu.........
Ummæli