..::Hvar er glerið mitt?::..
Það er búið að vera vetrarveður hérna í dag, kannski ekki snjóað mikið en slydduhríð og slabb á götum. É er bara búin að hanga innandyra í mest allan dag.
Guðný ætlaði að sækja glerið í nýju hurðina í dag en því miður var það ekki tilbúið, og verður ekki fyrr en? Ég athuga það samt í fyrramálið hver veit nema að þeir hafi drifið það af í dag. Við ætlum svo að athuga með uppsetninguna á morgun ef veður og gler leyfir, nú annars verður það bara að bíða betra veðurs og tíma.
Já þetta er svona að mestu það sem ég er búin að afreka í dag.
Spjallaði aðeins við Múttu í dag en hún er búin að vera ansi slæm af lungnabólgu og gengur illa að losna við hana, sjálfsagt gengur henni líka illa að fara eftir ráðum læknanna og halda sig í rúminu meðan þetta gengur yfir. En vonandi nær hún að rífa þessa óværu úr sér sem fyrst.
Og þá er komið að matseðli kvöldsins: Reykt folaldakjöt soðnar kartöflur uppstúf blandaðgrænmeti(salat) og rauðbeður, hvað er hægt að hafa það betra?
Eina sem kvartandi er yfir er lyktin í húsinu á eftir, þetta verður eitthvað svo jóla jóladagslykt og minnir allt of mikið á lyktin sem kemur af jólahangikjötinu ;) en það er víst langt í næstu jól svo að lyktin læðir inn vissri tímaskekkju.
Í kvöld var svo opið hús í Bjarmanum og við skruppum þangað og áttum ánægulega stund með fólkinu þar, maður getur víst alltaf á sig blómum bætt.
Það er svo undarlegt að í skóla lífsins kemst maður alltaf betur og betur að því hversu lítið maður veit, en líklega eru flestir í kring um mig búnir að taka eftir þessu með mig :).
Þetta er það sem ég ætla að leggja inn í umræðu dagsins.
Bið Guð að blessa ykkur öll.............
Og munið eftir brosinu :):):)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi