..::Nýja hurðin komin::..
Allt gengið mitt hvarf í skóla fyrir átta í morgun og sat ég einn eftir, góndi á Ísland í bítið og ráfaði um kofann.....
Maggi Hafsteins kom svo með nýju útihurðina rétt fyrir hádegi og hjálpaði mér að bera hana inn í kjallara, hún lítur bara nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá.
Eftir hádegið fórum við svo í að taka til í kjallaranum, eitthvað sem ég hef ætlað að gera lengi en ekki haft mig í, það var ýmislegt sem mátti fara á haugana og var súbbinn tvífylltur af rusli sem fór í gámana. Þar fauk gamall fataskápur sófi barnabílstóll og margt fl, sjálfsagt hefði mátt henda miklu meira en þetta var látið duga í þetta skiptið.
Annars er alveg með ólíkindum hvað maður heldur uppá mikið drasl, drasl sem engum er greiði gerður að geima, t.d voru þarna tvö ónýt vídeótæki og enn er eftir gamla Grundig sjónvarpið sem ég hefði átt að henda en gerði ekki, hvers vegna?
Á vissu tímabili dagsins fannst mér eins og ég væri búin að láta draga mig á asnaeyrunum full langt, eiginlega finnst mér það enn þó að ég hafi lítið gert til að breyta því ástandi:(. Stundum er lífið eins og léleg bíómynd, maður bíður alltaf eftir að hún skáni en svo gerist aldrei neitt, og á endanum er maður svo búin að eyða orku og tíma til lítils, tíma og orku sem kannski hefði verið betur varið í annað :( en svona er lífið bara tómar brekkur.
En er ekki alltaf sagt að mótlætið sé til að styrkja mann? Maður fer þá að verða ansi harður þótt maður sé líklega ekki orðin forhertur.
En ég nenni ekki velta mér meira upp úr því sem illa gengur að breyta, reyni frekar að brosa framan í veröldina í von um að það skili sér einhvertímann til baka.
Og fyrst hurðin var komin þá varð að finna sér einhvern til að setja hana í, fyrir valinu varð Tréverk og vonandi finna þeir tíma í þetta fyrir helgi.
En dýrt er drottins orðið, það er ekki gefins útseld vinna iðnaðarmanna í dag 3000spírur á tímann, en þeir verða víst að lifa eins og allir aðrir..
Köttur út í mýri setti upp á sig stýri, úti er ævintýri..........
Bið þann sem öllu ræður að passa ykkur fyrir mig.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi