..::Páskalokin::..
Jæja þá eru páskarnir flognir með öllu sínu súkkulaði og veisluhaldi og nú tekur alvaran við. Vöknuðum klukkan sjö í morgun en Guðný þurfti að mæta í skólann í dag.
Þegar Guðný var farin fór ég í tölvuna og vafraði eins og villtur sauður um óravíddir netsins. Hitti svo á Hönnu Dóru og mömmu á MSN og spjallaði smá við þær.
Þegar Einar vaknaði fór hann út í körfubolta og hefur varla sést heima í dag :(.
Hringdi inn í Börk og fékk staðfest að hurðin væri tilbúin og fékk þá til að senda hana af stað, nú verður að finna einhvern speking til að setja hana í :).
Dró fram reiðhjólið og hjólaði niður í mímisveg og náði í myndavélina sem ég gleymdi á sunnudeginum, kom við hjá Svölu í leiðinni heim og þáði kaffi og bita af páskaegginu hans Hilmars :)......
Guðný þurfti svo að bíða innfrá eftir Hjördísi sem var að koma úr útlegðinni í Hafnarfirði, þær mæðgur voru komnar heim um þrjú.
Drattaðist út og dreifði úr restinni af snjónum sem var norðan við húsið, vonandi hverfur þetta litla sem eftir er fljótlega. En lóðin kemur ekki nógu ven undan vetri, ég sé ekki betur en að það né 90% mosi þar sem á að vera gras. Við verðum að leigja mosatætara og tæta þennan mosafjanda upp fyrir sumarið, en sjálfsagt verður þetta bara moldarflag á eftir :(. Í kvöld var Lasanja.
Mæðgur og Einar eru farin út og enn sit ég einn í kofanum :(, ég hlít að vera svona skelfilega leiðinlegur hehe.
Nennekki að pikka meira í bili.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur...............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi