..::Idol hvað::..
Jæja þá er þetta blessaða Idol að baki og ég segi nú bara “Hvað er eiginlega í gangi!”.
Það þarf ekkert að skafa af því en karlpeningurinn í þessari keppni var alveg hööörmulegur, og rauðhaus hélt áfram, það hélt ég í vitleisu minni að gæti ekki gerst.
En það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur, og enginn veit fyrr en allt í einu eins og maðurinn orðaði það um árið.
Hvað sem því líður þá er þetta bara svona og maður fær litlu um það ráðið, og yfir og út frá idolinu.......

Það hefur verið fjölmennt hjá okkur í dag, þetta er stundum eins og maður búi á lestarstöð hehe, en það er gott að við skulum vera svona vinsæl.
Þetta er svona eins og tómatsósan “fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!”.
Það er sjálfsagt hægt að hafa þessar öfgar í báðar áttir og ekki vildi ég vera á hinum endanum.
En nú eru allir farnir og þá tekur síminn við, og hefur hann ekki stoppað, það er varla búið að leggja á þegar síminn byrjar að gelta.
Það er alveg ótrúlegt áreiti orðið í þessu þjóðfélagi okkar, og maður saknar fimmtudagskvöldanna þegar ekkert sjónvarp var. Svo ekki sé minnst á þær stundir þegar það var rafmagnslaust og fjölskyldan settist saman yfir ljósinu frá olíulampanum og spilaði mattador, en þeir tímar eru víst farnir og koma aldrei aftur.
En nú er best að hætta þessu bulli.
Yfir og út..................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi