..::Fékk páskaegg no3::..
Það var allt hvítt í morgun enda snjóaði talsvert í gærkvöldi, en það hefur verið þíða í dag svo göturnar eru orðnar marauðar aftur.
Það var mikið fjör hjá Brynju í gærkvöldi og svo var skroppið aðeins á fjörfiskinn á eftir ;).
Dagurinn í dag byrjaði svo á páskaeggjaáti hehe, en einhverra hluta vegna gleymdi ég hvað stóð á málshættinum mínum og þegar ég ætlaði að lesa hann seinna fann ég hann ekki ;( kannski hef ég bara étið hann.
Við skruppum svo aðeins til Brynju og hjálpuðum til við að klára síðasta heita réttinn, ég lagðist svo afvelta fyrir framan sjónvarpið á eftir.
En ég var farin að hafa svo mikla bakþanka yfir öllu þessu áti að ég bauðst til að fara út með Lúlla(hundinn) fyrir Ninnu og sprangaði með hann upp í fjall í góða veðrinu.
Eftir göngutúrinn tók við morr og leti fyrir framan sjónvarpið.
Í kvöld var svo enn boðið til veislu og nú voru það grilluð læri ala Kalli, þetta var máltíð sem tókst alveg frábærlega og enn og aftur stóð maður á blístri, enda afaþakkaði ég farið heim með frúnni og labbaði heim.
Eiginlega ætlaði ég að fella bloggið niður í dag en settist samt niður og ákvað að pikka nokkrar línur svona fyrst ég var komin fyrir framan tölvuna :).
Læt þetta duga í dag.
Bið Guð að gefa ykkur hamingjusaman dag.............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi