Færslur

Sýnir færslur frá mars 14, 2004
Mynd
..::Tímareim::.. Gummi kom rétt fyrir hádegi með bílinn, við byrjuðum að rífa til að komast að tímareiminni. Það var ekki tekið út með sældinni að komast að þessari reim, bæði var þetta rosalega þröngt og svo þurfti að rífa mun meira en ég hefði talið til að komast að þessari tímareim. Þetta hafðist samt allt fyrir rest og klukkan 16:30 var allt komið saman og Guðmundur bakkaði þeim græna út, auðvitað malaði hann eins og köttur á nýju reiminni. Klukkan fimm í dag var svo árshátíð skólans með allskyns sniðugum uppákomum, ég tók myndavélina með og smellti af nokkrum myndum . Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri.. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Snjór og kuldi::.. Ég tryggði hjólið í gær og náði svo í númerin inn á Akureyri, það er búið að vera marautt og 8-12°C hiti síðan ég kom heim en loksins þegar ég ákvað að sækja númerið þá byrjaði að snjóa. Í dag er hvít jörð á Dalvík og hálka á götunum :(. Ég kíkti aðeins við hjá Krumma í gær, það var lítið fararsnið á honum en vonandi fer þetta að koma. Matti hringdi með glóðvolgar fréttir úr dollunni, rafalarnir eru báðir komnir um borð og búið að prufukeyra annan en hinn verður prufukeyrður í dag. Nonni er búin að vera á fullu í að laga og betrumbæta og dollan er alltaf að verða betri og betri. DNV er búið að vera í skoðunum og úttektum á öllum öryggisbúnaði og fjarskiptatækjum og hefur það allt komið vel út að því mér skilst. Nú þarf bara að koma dollunni út svo hún geti farið að fiska ;). Alveg var brennt fyrir að ég nennti að blogga í gærkvöldi, enda var ekkert í boði nema gamla tölvan, og hún er síðasta sort eins og krakkarnir segja. Við Hjördís vorum aðei...
..::Lúrí lúrí kúrí::.. Í gærkvöldi þegar ég ætlaði að skríða í kojuna heyrði ég eitthvað hringl frammi í stofu, ég fór fram og kveikti öll ljós og kíkti undir sófana. Viti menn þar kúrði kattarræfill skíthræddur, ég eiddi dágóðum tíma í að reina að lokka greyið til mín en ekkert gekk. Það varð að beita einhverri annarri tækni, svo ég opnaði út á hlað og fór svo og velti sófanum ofan af hringlandi ljóninu. Nú skildi ljónið hvað ég átti við og var fljót að pilla sig út :)........................... Eyddi morgninum frekar illa að mati morgunhananna, lá bara í bælinu og horfði innan á augnlokin ;). Ég hélt að Gummi ætlaði að koma og skipta um tímareim í þeim fagurgræna í morgun, en hann kom aldrei, svo þessi djúpa hugleiðsla mín truflaðist ekki af þeim sökum.
Mynd
..:: Sloth::.. Frekar latur í dag og lítið gert annað en slæpast í dag, ætli það sé ekki best að vera flatur þegar maður er svona latur ;). Viðburður dagsins var náttúruleg að Baldvin skyldi nást út, það var svo sem ekki spurning um að þeir næðu honum út, það var bara hvenær það gerðist. Fann þennan fína vef í morgun RUV.IS og festist í að horfa á innlenda frétta annálinn, auðvitað missti maður af því á gamlársdag því var þetta kærkomin hvalreki á netfjöru mína, það er af miklu að taka þarna og er ég bara rétt byrjaður að kanna kima og króka þessa vefs, sem sagt uppáhalds vefur dagsins í smíðaskúrnum. Einnig rakst ég inn á Blogg hjá Ingunni systur Guðnýar, auðvitað varð ég að linka á þetta nýja fórnarlamb bloggæðisins ógurlega sem tröllríður mörlandanum í þ.... Matti hringdi í mig í dag, það er víst byrjað að bera glansandi rafalana um borð, og reiknaði hann með að seinni rafalinn færi um borð á morgun. Þá á eftir að prufukeyra og taka dótið út af klassanum svo dol...
Mynd
..::Seinni partur::.. Brasaði aðeins í tölvunni í dag, setti t.d inn nokkrar myndir á linkinn minn. Seinnipartinn skruppum við í heimsókn til vinkonu Guðnýar, þar sem vinkonan er karlmannslaus var ég strax settur í verkefni. Læsingin á útihurðinni var eitthvað vangefin og varð ég að rífa allt í spað til að komast að meininu, það var brotið stykki inni í læsingunni. Ég tók læsinguna úr og fór með hana niður í húsasmiðju, þar var náttúrulega ekki til rétta læsingin. Sú sem næst komst var breiðar og það hefði þurft að fræsa úr hurðinni til að koma henni fyrir :(, ég varð að snauta með gömlu læsinguna til baka og setja hana í aftur. Vinkonan verður að hafa samband við leigusalan og fá hann til að kalla til trésmið til að leysa vandann. Svo fór ég í að laga flautuna á hjólinu, það voru gamlar syndir í rafkerfinu sem voru að hrekkja. Ég þurfti að strippa græjuna til að komast að snákasúpunni, það var allt vafið inn í teip og tók það sinn tíma að kroppa það utan af vírunum. Þega...
..::Eldsnöggt::.. Fór inn á Akureyri í morgun, við skötuhjú ætluðum að ákveða hvernig gler ætti að setja í nýju hurðina áður en hún færi í skólann. Ég klikkaði á þessu í gær enda úr vöndu áð ráða, viltu svona nú eða svona, kannski svona, sandblásið, munstrað, litað, álímd filma?. Djésuus af hverju þarf þetta að vera svona flókið, ég sagði pass í gær og sagðist mæta með betri helminginn í ákvörðunartöku á hvaða gler yrði valið. Sem sagt í morgun átti að afgreiða þetta með trukki og dýfu, en því miður lentum við í þvílíkri krísu að glervalinu var slegið á frest.......... Fyrir liggur að fara í útihurðarúnt og sjá hvað fer best í spjaldið ;), þetta verður ágætistilbreyting frá seríurúntinum í desember. Nýjasta nýtt: Haddó er komin til Kanarí og var áðan á flugvellinum að bíða eftir rútunni, hún hringdi áðan og talaði við Guðnýu og var lukkulegasta með að vera komin yfir. Meira seinna í dag.......................
..::Gleymska::.. Eitt sem ég gleymdi, nú er Matti komin í gang með blogg og byrjaður að þrusa yfir heimsbyggðina. Það verður vonandi gaman að fylgjast með lífinu í dollunni í gegn um hendur Matta.
Mynd
..::Frumhlaup stjórnvalda::.. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi verið gramur yfir því frumhlaupi Íslenskar sjónvalda þegar þau ákváðu að styðja innrásina í Írak, þessi gremja mín hefur þróast út í reiði í ljósi þeirra aðstæðna sem þessi ákvörðun setur okkur Íslendinga í. “Einn af Marokkómönnunum þremur sem er í haldi lögreglu í Madríd á Spáni vegna hryðjuverkanna þar síðastliðinn fimmtudag, var stuðningsmaður grunaðs al-Qaeda liða sem fangelsaður var á Spáni vegna gruns um aðild að árásunum 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AP fréttastofan hefur undir höndum.” Nú þegar ljóst er að liðsmenn al-Qaeda stóðu fyrir hryðjuverkunum á Spáni setur að mér óhug, ástæða hryðjuverkanna á Spáni er jú stuðningur Spánverja við innrásina í Írak. Hver verður næst fyrir barðinu á þessum brjálæðingum? Að mínu viti áttum við bara að sitja hjá og vera hlutlausir, en því miður var það ekki svo og nú erum við á þessu svarta stuðningslista, þar með gætum við al...
Mynd
..::Gisting::.. Ekki fékk Guðný inni á gistiheimilinu sem hún sendi tölvupóst á í gær, því miður allt fullt var svarið sem hún fékk í morgun. Argara þvargara nú varð að bretta upp ermar, Guðný var úrkula vonar um gistingu . Ekki fannst mér þetta geta staðist að ekki væri hægt að finna gistingu í Köben, svo nú var leitin sett á fullt og innan stundar voru tvö gistiheimili staðsett í skotskífunni. Bæði voru þau með þessar líka fínu heimasíðurnar þar sem boðið var upp á fyrirspurnir um gistingu með loforði um svar innan 24tíma. Fyrri síðan virkaði ekki og heimtaði alltaf að öll form yrðu fyllt út sem við vorum samviskulega búin að fylla út, arrg en það var ekki inni í myndinni að gefast upp svo nú var hringt í næsta fórnarlamb(gistiheimili) “bingó!” þar var laust og allt gekk upp eins og í lygasögu, fín staðsetn og allt í gúddý 6-11-14 knok knok...... Gott að þetta reddaðist, annars hefðu þær Guðný Brynja og Hjördís þurft að gista í fjárhúsinu eins og María og Jósep um árið...