..::Snjór og kuldi::..

Ég tryggði hjólið í gær og náði svo í númerin inn á Akureyri, það er búið að vera marautt og 8-12°C hiti síðan ég kom heim en loksins þegar ég ákvað að sækja númerið þá byrjaði að snjóa. Í dag er hvít jörð á Dalvík og hálka á götunum :(.

Ég kíkti aðeins við hjá Krumma í gær, það var lítið fararsnið á honum en vonandi fer þetta að koma.

Matti hringdi með glóðvolgar fréttir úr dollunni, rafalarnir eru báðir komnir um borð og búið að prufukeyra annan en hinn verður prufukeyrður í dag.
Nonni er búin að vera á fullu í að laga og betrumbæta og dollan er alltaf að verða betri og betri. DNV er búið að vera í skoðunum og úttektum á öllum öryggisbúnaði og fjarskiptatækjum og hefur það allt komið vel út að því mér skilst.
Nú þarf bara að koma dollunni út svo hún geti farið að fiska ;).

Alveg var brennt fyrir að ég nennti að blogga í gærkvöldi, enda var ekkert í boði nema gamla tölvan, og hún er síðasta sort eins og krakkarnir segja.
Við Hjördís vorum aðeins að brasa í að reina finna út úr því hvernig farið væri að því að gera regnbogalitan texta með HTML sem hafðist fyrir rest :).

Sonur minn fór öfugur fram úr í morgun og allt var ómögulegt, hann fór nú samt í skólann en var ekki paránægður með daginn og ætlaði ekki að vera með í sýningunni.
Systir hans var eitthvað önug líka svo segja má að afkvæmi mín hafi verið verulega grumpy í morgun, þetta hlýtur samt að rjátla af þegar líður á daginn.

Í dag er árshátíð hjá krökkunum í skólanum þar sem sýnd verða leikrit sem krakkarnir leika í, í boði eru tvær sýningar klukkan fjögur og átta.
Ég ætla að reina að muna eftir myndavélinni og hendi kannski inn einhverjum myndum af þessum viðburði í kvöld.

Bless í Bili..........................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi