..::Seinni partur::..

Brasaði aðeins í tölvunni í dag, setti t.d inn nokkrar myndir á linkinn minn.

Seinnipartinn skruppum við í heimsókn til vinkonu Guðnýar, þar sem vinkonan er karlmannslaus var ég strax settur í verkefni.
Læsingin á útihurðinni var eitthvað vangefin og varð ég að rífa allt í spað til að komast að meininu, það var brotið stykki inni í læsingunni.
Ég tók læsinguna úr og fór með hana niður í húsasmiðju, þar var náttúrulega ekki til rétta læsingin. Sú sem næst komst var breiðar og það hefði þurft að fræsa úr hurðinni til að koma henni fyrir :(, ég varð að snauta með gömlu læsinguna til baka og setja hana í aftur.
Vinkonan verður að hafa samband við leigusalan og fá hann til að kalla til trésmið til að leysa vandann.

Svo fór ég í að laga flautuna á hjólinu, það voru gamlar syndir í rafkerfinu sem voru að hrekkja. Ég þurfti að strippa græjuna til að komast að snákasúpunni, það var allt vafið inn í teip og tók það sinn tíma að kroppa það utan af vírunum.
Þegar vírarnir voru lausir úr teip-prísundunni kom meinið í ljós, gömul samsetning hafði gefið sig. Og þegar ég fór að eiga við sjúkdómssvæðið duttu tveir vírar í viðbót í sundur ;(. Ég varð að bæta bútum inn í til að ná þessu eins og þetta átti að vera, ekki hefði maður fengið hæstu einkunn fyrir frágang hjá rafvirkja, eins gott að Hannes vinur minn sá þetta ekki ;). En vonandi verður þetta til friðs ,).

Þetta er nú það helsta héðan....

Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum, hvar sem þið eruð niður komin.




<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi