..::Gisting::..

Ekki fékk Guðný inni á gistiheimilinu sem hún sendi tölvupóst á í gær, því miður allt fullt var svarið sem hún fékk í morgun.
Argara þvargara nú varð að bretta upp ermar, Guðný var úrkula vonar um gistingu .
Ekki fannst mér þetta geta staðist að ekki væri hægt að finna gistingu í Köben, svo nú var leitin sett á fullt og innan stundar voru tvö gistiheimili staðsett í skotskífunni.
Bæði voru þau með þessar líka fínu heimasíðurnar þar sem boðið var upp á fyrirspurnir um gistingu með loforði um svar innan 24tíma.
Fyrri síðan virkaði ekki og heimtaði alltaf að öll form yrðu fyllt út sem við vorum samviskulega búin að fylla út, arrg en það var ekki inni í myndinni að gefast upp svo nú var hringt í næsta fórnarlamb(gistiheimili) “bingó!” þar var laust og allt gekk upp eins og í lygasögu, fín staðsetn og allt í gúddý 6-11-14 knok knok......
Gott að þetta reddaðist, annars hefðu þær Guðný Brynja og Hjördís þurft að gista í fjárhúsinu eins og María og Jósep um árið.
En þetta kennir okkur að gefast aldrei upp ;).

Eftir hádegið skellti ég mér i ljós og í pottinn á eftir, en í þetta skiptið var ég ekkert að hafa fyrir því að taka sundgleraugun enda engin ástæða að ljúga að sjálfum sér um einher hugsuð sundafrek.......
Eftir marineringu í pottinum tuskaðist ég heim á leið, sparkaði vélhestinum í gang og reið honum nokkra kílómetra í blíðunni.

Í kvöld var svo matarboð hjá okkur, eitthvað svína????? með brúnuðum og öllum pakkanum.

Og svona í restina er einn fyrir broshrukkurnar :):
Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað "gleðileg jól" á aðra buxnaskálmina en "gleðilegt nýár" á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.

Speki dagsins er:
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

Fleira verður það ekki í dag........

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi