..::Frumhlaup stjórnvalda::..

Ég get ekki sagt annað en að ég hafi verið gramur yfir því frumhlaupi Íslenskar sjónvalda þegar þau ákváðu að styðja innrásina í Írak, þessi gremja mín hefur þróast út í reiði í ljósi þeirra aðstæðna sem þessi ákvörðun setur okkur Íslendinga í.
“Einn af Marokkómönnunum þremur sem er í haldi lögreglu í Madríd á Spáni vegna hryðjuverkanna þar síðastliðinn fimmtudag, var stuðningsmaður grunaðs al-Qaeda liða sem fangelsaður var á Spáni vegna gruns um aðild að árásunum 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AP fréttastofan hefur undir höndum.”
Nú þegar ljóst er að liðsmenn al-Qaeda stóðu fyrir hryðjuverkunum á Spáni setur að mér óhug, ástæða hryðjuverkanna á Spáni er jú stuðningur Spánverja við innrásina í Írak.
Hver verður næst fyrir barðinu á þessum brjálæðingum?
Að mínu viti áttum við bara að sitja hjá og vera hlutlausir, en því miður var það ekki svo og nú erum við á þessu svarta stuðningslista, þar með gætum við allt eins orðið næstir til að verða fyrir barðinu á þessum ófögnuði.
Ef Davíð og Halldór höfðu svona geysilegan áhuga á að styðja Bush í þessari drottnunarárás á Írak af hverju fóru þeir þá ekki sjálfir þarna niður eftir og slepptu því að blanda allri þjóðinni í þetta? Við höfum ekki neitt bolmagn eða getu í neitt hernaðarbrölt og ættum að láta allt svoleiðis afskiptalaust!
Og hana nú.

Fór inn á Akureyri í morgun og pantaði nýju útihurðina, það urðu smávægilegar breytingar á henni frá því sem ég setti hérna á bloggið, en í megindráttum er hún eins.
Þeir Barkarmenn sögðust verða klárir með hana um tíunda apríl.

Ég notaði svo bæjarferðina í heimsóknir, skrapp á netaverkstæðið hjá Hemma og í framhaldinu fór ég yfir í Eyborgina og hitti Hrafn aðeins.
Krummi og co voru að basla í trollunum og ýmsu öðru sem því tilheyrir.

Mikið var leitt að þeir skyldu ekki ná Baldvin út á flóðinu í gærkvöldi, ég var eiginlega viss um að þeir hefðu hann út í fyrstu tilraun.
En þetta eru öflugir kappar og vonandi hafa þeir hann út sem fyrst.
Það er sorglegt að horfa upp á þetta mikla skip velkjast þarna í sandinum, skip sem eitt sinn var talið stolt íslenska flotans.
Að vísu fannst mér það alltaf verða ein og skrímsli efir síðustu breytingu, en það breytir því ekki að það er ömurlegt að horfa upp á þetta....

Fleira verður það ekki í dag........

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi