..::Lúrí lúrí kúrí::..

Í gærkvöldi þegar ég ætlaði að skríða í kojuna heyrði ég eitthvað hringl frammi í stofu, ég fór fram og kveikti öll ljós og kíkti undir sófana.
Viti menn þar kúrði kattarræfill skíthræddur, ég eiddi dágóðum tíma í að reina að lokka greyið til mín en ekkert gekk.
Það varð að beita einhverri annarri tækni, svo ég opnaði út á hlað og fór svo og velti sófanum ofan af hringlandi ljóninu. Nú skildi ljónið hvað ég átti við og var fljót að pilla sig út :)...........................

Eyddi morgninum frekar illa að mati morgunhananna, lá bara í bælinu og horfði innan á augnlokin ;).
Ég hélt að Gummi ætlaði að koma og skipta um tímareim í þeim fagurgræna í morgun, en hann kom aldrei, svo þessi djúpa hugleiðsla mín truflaðist ekki af þeim sökum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi