..:: Sloth::..

Frekar latur í dag og lítið gert annað en slæpast í dag, ætli það sé ekki best að vera flatur þegar maður er svona latur ;).

Viðburður dagsins var náttúruleg að Baldvin skyldi nást út, það var svo sem ekki spurning um að þeir næðu honum út, það var bara hvenær það gerðist.

Fann þennan fína vef í morgun RUV.IS og festist í að horfa á innlenda frétta annálinn, auðvitað missti maður af því á gamlársdag því var þetta kærkomin hvalreki á netfjöru mína, það er af miklu að taka þarna og er ég bara rétt byrjaður að kanna kima og króka þessa vefs, sem sagt uppáhalds vefur dagsins í smíðaskúrnum.

Einnig rakst ég inn á Blogg hjá Ingunni systur Guðnýar, auðvitað varð ég að linka á þetta nýja fórnarlamb bloggæðisins ógurlega sem tröllríður mörlandanum í þ....

Matti hringdi í mig í dag, það er víst byrjað að bera glansandi rafalana um borð, og reiknaði hann með að seinni rafalinn færi um borð á morgun.
Þá á eftir að prufukeyra og taka dótið út af klassanum svo dollan siglir sjálfsagt ekki fyrr en undir helgi.

Mér skilst aftur á móti að ég leggi land undir fót eftir helgina og heiðri höfuðborgarsvæðið með nærveru minni :).

Fleira verður það ekki frá mér í dag.

Bið þann sem öllu ræður að passa ykkur fyrir mig, og munið að vera þæg og góð áfram :).

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi