..::Eins og það hafi gerst í gær::.. Nú er litli guttinn minn orðin 16 ára og daman 20 ára, mér finnst það svo stutt síðan þau fæddust. Mér finnst líka stutt síðan ég var að spá í hvar ég yrði að gera árið 2000, og stutt síðan ég fermdist hehe. Já það er ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram og minningarnar halda áfram að hlaðast inn á harða diskinn, sumt fennir fljótt og örugglega yfir á meðan annað stendur upp úr skaflinum, oftast eru það skemmtileg og skondin atvik sem lifa í minningunni á meðan það leiðinlega hverfur á vit gleymskunnar. Það væri örugglega þess virði að setjast niður einhvertímann og skrifa eitthvað af þessum minningum niður, en sumt þolir illa dagsins ljós og fær því að hvíla um sinn í sínu dái, annað þolir betur opinberun ;). Þegar ég var unglingur var ekki svo mikið verið að hugsa um að hafa ofan af fyrir krökkunum, það var engin félagsmiðstöð og lítið sem ekkert gert að hálfu bæjar eða skólayfirvalda. En við urðum að hafa eitthvað fyrir stafni því engar voru tölvurnar...
Færslur
Sýnir færslur frá janúar 18, 2009
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þegar ég tók Svenna til altaris:::. Þá styttist í enn eina löndunina í Nouakchott, en í dag er síðast veiðidagurinn í þessari ferð. Svo kemur löndun með öllum sínum plúsum og mínusum, oftast eru plúsarnir fleiri en mínusarnir en svo snýst þetta stundum við og maður verður þáttakandi í einhverjum harmleik þar sem fáfræði græðgi og spilling ræður ferðinni. En þetta er allt partur af programmet og ekkert við því að segja, annað en að reyna að brosa gegn um tárin og vona það besta. Maður hugsar oft til þeirra dásemdaaga sem maður heyrir af þegar skipin lönduðu á miðunum, engin her og ekkert vesen, bara plug and play! Var virkilega allt svona gott í gamla daga? Nema kannski að þá var allt í svarthvítu :):). Annars held ég að manshugurinn eigi sinn þátt í að fegra fortíðina full mikið, ég er t.d alltaf að heyra sögur af því hvernig þetta var hérna einu sinni, alltaf mok veiði og skipin í vandræðum vegna aflans, samt segja tölurnar að veiðin hafi stigmagnast og aldrei verið meiri en á síð...