
..::Eins og það hafi gerst í gær::.. Nú er litli guttinn minn orðin 16 ára og daman 20 ára, mér finnst það svo stutt síðan þau fæddust. Mér finnst líka stutt síðan ég var að spá í hvar ég yrði að gera árið 2000, og stutt síðan ég fermdist hehe. Já það er ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram og minningarnar halda áfram að hlaðast inn á harða diskinn, sumt fennir fljótt og örugglega yfir á meðan annað stendur upp úr skaflinum, oftast eru það skemmtileg og skondin atvik sem lifa í minningunni á meðan það leiðinlega hverfur á vit gleymskunnar. Það væri örugglega þess virði að setjast niður einhvertímann og skrifa eitthvað af þessum minningum niður, en sumt þolir illa dagsins ljós og fær því að hvíla um sinn í sínu dái, annað þolir betur opinberun ;). Þegar ég var unglingur var ekki svo mikið verið að hugsa um að hafa ofan af fyrir krökkunum, það var engin félagsmiðstöð og lítið sem ekkert gert að hálfu bæjar eða skólayfirvalda. En við urðum að hafa eitthvað fyrir stafni því engar voru tölvurnar...