Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 30, 2008
Mynd
..::Nokkurskonar Hugbúnaðarstólpípa!::.. Jæja það er komin tími á smáupplýsingar. Ég hef haft það alveg dillandi fínt undanfarið, og lítill tími verið fyrir bloggskrif ;). Við Rúnar tókum einn næturenduro túr um daginn, fórum af stað í -5°C og var stefnan sett upp að kofa í Böggvisstaðardal. Gekk sú ferð vonum framar þótt það væri svolítið um basl og brölt, það var þó nokkur laus snjór ofan á hjarninu sem sumstaðar hafði skafið í illfæra skafla. Við höfðum okkur samt upp að kofanum og þá ákvað himnaföðurinn að verðlauna okkur fyrir dugnaðinn. Vinningurinn var sá að hann felldi samstundis allt frost niður og var komin +6°C hiti með de samme. Ferðin til baka gekk stóráfallalaust og tókum við góðan aukarúnt í fjallinu á heimleiðinni, klukkan var að verða ellefu þegar ég loksins skreið heim sæll og glaður eftir velheppnaðan túr :). Á miðvikudagsmorgun, ákvað gamla heimilistölvan að hætta að sinna starfi sínu. Hún var orðin sársjúk af eitruðum vírusum sem gerðu henni lífið nær óbærilegt, ég