..::Nokkurskonar Hugbúnaðarstólpípa!::..
Jæja það er komin tími á smáupplýsingar.
Ég hef haft það alveg dillandi fínt undanfarið, og lítill tími verið fyrir bloggskrif ;).
Við Rúnar tókum einn næturenduro túr um daginn, fórum af stað í -5°C og var stefnan sett upp að kofa í Böggvisstaðardal.
Gekk sú ferð vonum framar þótt það væri svolítið um basl og brölt, það var þó nokkur laus snjór ofan á hjarninu sem sumstaðar hafði skafið í illfæra skafla.
Við höfðum okkur samt upp að kofanum og þá ákvað himnaföðurinn að verðlauna okkur fyrir dugnaðinn.
Vinningurinn var sá að hann felldi samstundis allt frost niður og var komin +6°C hiti með de samme.
Ferðin til baka gekk stóráfallalaust og tókum við góðan aukarúnt í fjallinu á heimleiðinni, klukkan var að verða ellefu þegar ég loksins skreið heim sæll og glaður eftir velheppnaðan túr :).
Á miðvikudagsmorgun, ákvað gamla heimilistölvan að hætta að sinna starfi sínu.
Hún var orðin sársjúk af eitruðum vírusum sem gerðu henni lífið nær óbærilegt, ég eyddi drjúgum tíma í hana á fimmtudeginum með þeim árangri að við náðum úr henni mestu af þeim gögnum sem sárt hefði verið að missa.
Þarna var þekking mín í óravíddum tölvuheimakomin á endastöð enda er hún frekar frekar skornum skammti.
Ég var komin út í horn með læknisráð svo ég fékk ég tilvonandi tengdason til að fingra fársjúka tölvudrusluna með veika von um að hann galdraði fram lækningu á þessum illvíga sjúkdóm.
En þótt tengdasonurinn tilvonandi sé menntaður í akademískum tölvunarfræðum í Mexikó þá varð hann á föstudagsmorgun að játa sig nánast sigraðan í lækningarferlinu, en hann hafði sjúkdómsgreint gripinn sem var jú fyrsta skref í átt að ljósinu.
Hann mælti með djúpum heilaþvætti eða hugbúnaðarstólpípu að hætti windows, sumir kalla þessa meðferð „straujun“ en hún felst í því að það er allt hreinsað út af hörðu diskum sjúklingsins og svo er nýtt og ósýkt windows sett upp aftur, nokkurskonar endurfæðing.
Á þessum tímapunkti var ég aftur á móti komin með upp í háls af öllu þessu veikindastússi.
Ég brunaði inn á Akureyri og keypti mér nýja Dell heimilistölvu með 22“ flatskjá, málið dautt! Seinnipartinn þegar ég kom heim hófumst ég og tengdasonurinn handa við endurfæðingarferli gömlu tölvunnar. Var hún orðin nokkuð klár eftir ca 2klst yfirlegu og malaði eins og nýhreinsaður köttur.
Laugardagur já einmitt hehe hvað gerði ég þá ? Ruslaði gamla tölvuapperatinu niður og setti upp nýju tölvuna. Mokaði svo tröppurnar því það hafði kyngt niður snjó, seinnipartinn hrúgaði ég svo allri familíunni inn í fjölskyldubifreiðina og ók til Akureyrar.
Innfrá hittum við Ninnu, Gumma og þeirra börn, ákveðið hafði verið að fjölmenna út að borða og svo í leikhús á eftir.
Við borðuðum á Strikinu sem er assgoti góður veitingastaður á Akureyris, ég mæli með honum.
Eftir matinn var svo farið í Leikhús og þar sáum við Músargildruna, bráðskemmtilegt verk.
Ég hef aldrei áður farið í leikhús en þetta var svo gaman að ég gæti vel hugsað mér að endurtaka það. Eftir leikhúsið hittum við ValdaAllaValda og AllaValdaValdaAllaValda, komnir norður til að fara á vetrarsýninguna og ætluðu að gista hjá okkur, voru þeir feðgar í samfloti með okkur út eftir.
Sunnudagur heilsaði með -8°C en það var ágætlega hlýtti inni ;), átti fínasta morgunspjall við Valda, svo var síðbúin morgunmatur.
Á eftir fékk ég far með þeim feðgum inn á Akureyri þar sem við fórum á vetrarsportsýninguna í KA höllinni, eftir sýninguna keyrðu feðgarnir mér í 6ára afmæli áður en þeir brunuðu af stað austur á Eskifjörð.
Afmælið átti Guðrún Björg vinkona mín, en hún er dóttir Pétur og Jónínu vinafólks okkar.
Þar svignuðu borðin undan tertunum og ég gúffaði í mig langt fram úr ráðlögðum dagskammti af sykri ;), tek bara á því máli seinna, "á morgun segir sá lati" var einhverstaðar skrifað :).
Eftir allt tertuátið burruðum við svo heim á leið.
Facebook: þangað lenti ég fyrir tilviljun, og lenti á nokkurs konar ættarmóti sem engan vegin sér fyrir endann á, einnig hef ég rekist þar á nokkra vini sem ég var búin að gleyma að ég ætti hehe, alltaf gott að finna gamla vini :).
Já þetta er nokkurnvegin það sem ég hef verið að bardúsa undanfarið.
Megi sá sem öllu ræður ausa yfir ykkur allri þeirri hamingju og gleði sem þið getið á móti tekið.
Jæja það er komin tími á smáupplýsingar.
Ég hef haft það alveg dillandi fínt undanfarið, og lítill tími verið fyrir bloggskrif ;).
Við Rúnar tókum einn næturenduro túr um daginn, fórum af stað í -5°C og var stefnan sett upp að kofa í Böggvisstaðardal.
Gekk sú ferð vonum framar þótt það væri svolítið um basl og brölt, það var þó nokkur laus snjór ofan á hjarninu sem sumstaðar hafði skafið í illfæra skafla.
Við höfðum okkur samt upp að kofanum og þá ákvað himnaföðurinn að verðlauna okkur fyrir dugnaðinn.
Vinningurinn var sá að hann felldi samstundis allt frost niður og var komin +6°C hiti með de samme.
Ferðin til baka gekk stóráfallalaust og tókum við góðan aukarúnt í fjallinu á heimleiðinni, klukkan var að verða ellefu þegar ég loksins skreið heim sæll og glaður eftir velheppnaðan túr :).
Á miðvikudagsmorgun, ákvað gamla heimilistölvan að hætta að sinna starfi sínu.
Hún var orðin sársjúk af eitruðum vírusum sem gerðu henni lífið nær óbærilegt, ég eyddi drjúgum tíma í hana á fimmtudeginum með þeim árangri að við náðum úr henni mestu af þeim gögnum sem sárt hefði verið að missa.
Þarna var þekking mín í óravíddum tölvuheimakomin á endastöð enda er hún frekar frekar skornum skammti.
Ég var komin út í horn með læknisráð svo ég fékk ég tilvonandi tengdason til að fingra fársjúka tölvudrusluna með veika von um að hann galdraði fram lækningu á þessum illvíga sjúkdóm.
En þótt tengdasonurinn tilvonandi sé menntaður í akademískum tölvunarfræðum í Mexikó þá varð hann á föstudagsmorgun að játa sig nánast sigraðan í lækningarferlinu, en hann hafði sjúkdómsgreint gripinn sem var jú fyrsta skref í átt að ljósinu.
Hann mælti með djúpum heilaþvætti eða hugbúnaðarstólpípu að hætti windows, sumir kalla þessa meðferð „straujun“ en hún felst í því að það er allt hreinsað út af hörðu diskum sjúklingsins og svo er nýtt og ósýkt windows sett upp aftur, nokkurskonar endurfæðing.
Á þessum tímapunkti var ég aftur á móti komin með upp í háls af öllu þessu veikindastússi.
Ég brunaði inn á Akureyri og keypti mér nýja Dell heimilistölvu með 22“ flatskjá, málið dautt! Seinnipartinn þegar ég kom heim hófumst ég og tengdasonurinn handa við endurfæðingarferli gömlu tölvunnar. Var hún orðin nokkuð klár eftir ca 2klst yfirlegu og malaði eins og nýhreinsaður köttur.
Laugardagur já einmitt hehe hvað gerði ég þá ? Ruslaði gamla tölvuapperatinu niður og setti upp nýju tölvuna. Mokaði svo tröppurnar því það hafði kyngt niður snjó, seinnipartinn hrúgaði ég svo allri familíunni inn í fjölskyldubifreiðina og ók til Akureyrar.
Innfrá hittum við Ninnu, Gumma og þeirra börn, ákveðið hafði verið að fjölmenna út að borða og svo í leikhús á eftir.
Við borðuðum á Strikinu sem er assgoti góður veitingastaður á Akureyris, ég mæli með honum.
Eftir matinn var svo farið í Leikhús og þar sáum við Músargildruna, bráðskemmtilegt verk.
Ég hef aldrei áður farið í leikhús en þetta var svo gaman að ég gæti vel hugsað mér að endurtaka það. Eftir leikhúsið hittum við ValdaAllaValda og AllaValdaValdaAllaValda, komnir norður til að fara á vetrarsýninguna og ætluðu að gista hjá okkur, voru þeir feðgar í samfloti með okkur út eftir.
Sunnudagur heilsaði með -8°C en það var ágætlega hlýtti inni ;), átti fínasta morgunspjall við Valda, svo var síðbúin morgunmatur.
Á eftir fékk ég far með þeim feðgum inn á Akureyri þar sem við fórum á vetrarsportsýninguna í KA höllinni, eftir sýninguna keyrðu feðgarnir mér í 6ára afmæli áður en þeir brunuðu af stað austur á Eskifjörð.
Afmælið átti Guðrún Björg vinkona mín, en hún er dóttir Pétur og Jónínu vinafólks okkar.
Þar svignuðu borðin undan tertunum og ég gúffaði í mig langt fram úr ráðlögðum dagskammti af sykri ;), tek bara á því máli seinna, "á morgun segir sá lati" var einhverstaðar skrifað :).
Eftir allt tertuátið burruðum við svo heim á leið.
Facebook: þangað lenti ég fyrir tilviljun, og lenti á nokkurs konar ættarmóti sem engan vegin sér fyrir endann á, einnig hef ég rekist þar á nokkra vini sem ég var búin að gleyma að ég ætti hehe, alltaf gott að finna gamla vini :).
Já þetta er nokkurnvegin það sem ég hef verið að bardúsa undanfarið.
Megi sá sem öllu ræður ausa yfir ykkur allri þeirri hamingju og gleði sem þið getið á móti tekið.
Ummæli