..::Pósturinn:::.. Þá er það pistilinn :). Undanfarna daga hefur verið þokkalegt rjátl svona heilt yfir held ég, oftar en ekki hefur flotinn verið eins og mý á mykjuskán. Það má alltaf sjá eitthvað gott út úr öllu ef vilji er til, þessi samþjöppun varð t.d til þess að póstflutningar hafa gengið með besta móti og erum við nánast orðnir uppiskroppa með póst, eigum bara einhverja bréfsnepla eftir í þrjú skip. Gunnsteinn á Ölphu kom og sótti þeirra póst og tók eitthvað fyrir aðra í leiðinni, það var hvalreki á fjörur okkar að fá Gunnstein, hann lék við hvurn sinn fingur og fór á kostum í frásögn og leiktilburðum. Svo mættu Geysismen og tóku sinn póst, þá var farið að gola aðeins svo við létum póstinn síga niður til þeirra og slepptum upphífingu, hefði verið gaman að fá þá í heimsókn en það verður ekki við öllu séð. Í fyrrakvöld fékk ég að heyra sögu sem hreinlega bjargaði deginum ef ekki bara vikunni, með skemmtilegri sögum sem ég hef heyrt lengi, hún tengdist heimahögunum að austan, nánar
Ummæli