Færslur

Sýnir færslur frá apríl 27, 2008
Mynd
..::WebCam og fl::.. Það er ekki mikið að frétta hjá okkur, við fórum í innflutningsgill hjá Ninnu og Gumma á Laugardagskvöldið og var þar samankomin allur vinahópurinn ;). Eldhúsborðið svignaði undan matnum, svo var rautt hvítt gult eða bolla fyrir þá sem vildu deyfa skynsemiskirtlana, ég lét mér nægja ölið enda hef ég verið frekar kjarklítill í BOLLU síðan við lentum í innflutningsgillinu hjá Jónínu og Pétri sælla minninga fyrir þá sem eitthvað muna eftir því, það er aftur á móti götótt minniskortið mitt frá seinnihelmings þeirrar veislu hehe. Sunnudagurinn var svo tekin á rólegu nótunum, fór aðeins á sleðann eftir hádegi en það var svo blint að ég fór fljótlega heim aftur, keyrði kannski 15km áður en ég gliðnaði á sleðapakkanum. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skipta um skó, trekkja hjólið í gang og bruna út. Ég urraði Rúnari með mér og hjóluðum við fram allan Svarfaðardal fram í botn og til baka, það var helv... kalt en við létum okkur hafa það. Þegar við komum aftur til Dalla