..::WebCam og fl::..
Það er ekki mikið að frétta hjá okkur, við fórum í innflutningsgill hjá Ninnu og Gumma á Laugardagskvöldið og var þar samankomin allur vinahópurinn ;).
Eldhúsborðið svignaði undan matnum, svo var rautt hvítt gult eða bolla fyrir þá sem vildu deyfa skynsemiskirtlana, ég lét mér nægja ölið enda hef ég verið frekar kjarklítill í BOLLU síðan við lentum í innflutningsgillinu hjá Jónínu og Pétri sælla minninga fyrir þá sem eitthvað muna eftir því, það er aftur á móti götótt minniskortið mitt frá seinnihelmings þeirrar veislu hehe.
Sunnudagurinn var svo tekin á rólegu nótunum, fór aðeins á sleðann eftir hádegi en það var svo blint að ég fór fljótlega heim aftur, keyrði kannski 15km áður en ég gliðnaði á sleðapakkanum. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skipta um skó, trekkja hjólið í gang og bruna út.
Ég urraði Rúnari með mér og hjóluðum við fram allan Svarfaðardal fram í botn og til baka, það var helv... kalt en við létum okkur hafa það.
Þegar við komum aftur til Dallas tankaði ég hjólið í Olís og Rúnar tankaði sjálfan sig með heitu kaffi, svo var brunað niður á sand og djöflast þar smá stund.

Í gær byrjaði ég svo að bera viðarvörn í fléttuna sem ég ætla að setja ofan á skjólveggina á pallinum, ég sagaði þetta niður í fyrrahaust en einhvernvegin komst það aldrei í verk að bera í þetta eða koma þessu upp, "á morgun segir sá lati!" en nú er það komin á stefnuskrána að juða þessu upp í fríinu.
Það var eins og ég vissi þetta var þokkalega dundið að bera í þetta dót og var ég ekki búin að klára fléttuna fyrr en eftir hádegi í dag.
Þá þurfti að fara og kaupa meira timbur sem vantaði í þessa ofurframkvæmd :), auðvitað var það allt rennandi blautt svo ég er löglega afsakaður um að bera í það fyrr en eftir nokkra daga, á meðan timbrið þornar lagast vonandi veðrið :).

Ég fór yfir vefmyndavélatenglana á síðunni og lagaði þá aðeins, nú er Siglufjörður komin sterkur aftur inn ásamt því að það er komin ný og betri vél hérna á Dalvík.
Svo setti ég inn eina fyrir Reykjavík, hún er í þyngri kantinum of þarf smá þolinmæði á hana.
Eina vélin sem ekki virkaði í dag er vélin á Eskifirði en hún er búin að vera biluð einhvern tíma og Guð einn veit af hverju ekkert er gert í því :(.

Læt þetta duga í dag.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hún er aldeilis flott vefmyndavélin á Dalvik,Just black
Nafnlaus sagði…
Þetta er bara fúlt, þessi myndavél var að svínvirka í gærkvöldi þegar ég setti hana inn og svo tékkaði ég á henni í morgun og þá var allt í dillandi velstandi. Við verðum bara að vona að þetta lagist :). Ég leifi henni að hanga inni fram yfir helgi, með vonið fullt af brjóstum :).

Vinsælar færslur af þessu bloggi