..::Hvítt bómullarteppi::.. Í morgun þegar við vöknuðum var hvítt snjóteppi yfir öllu, þetta var eins og bómullarteppi og ofsalega fallegt hvernig snjórinn sat í trjánum. Ég brá myndavélinni á loft og smellt af nokkrum myndum sem nú eru komnar á myndasíðuna. Það var náttúrulega farið í heilun í Bjarmann (www.bjarminn.is) í morgun, það var frekar fátt hjá okkur í morgun enda sjálfsagt nóg að gera hjá flestum svona rétt fyrir jólin. Annars er ekki mikið að segja ég er að mana mig upp í að byrja að taka mig til en það gengur ekki vel, ég nenni engan vegin að fara að troða í töskurnar :(. Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Færslur
Sýnir færslur frá desember 3, 2006
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jólalegt::.. Það er orðið frekar jólalegt hérna á víkinni og gráhvít snjóslæða yfir öllu, víða er búið að skreyta og bærinn er að komast í jólabúninginn. Það er ekki hægt að segja annað en að það nagi mann aðeins í hrygginn að þurfa að kveðja svona korteri fyrir jól og halda suður á bóginn, maður er í engum takt við farfuglana því þeir eru löngu farnir hehe, en svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Nú er búið að setja upp nýtt internetkerfi um borð hjá okkur svo við getum betur fylgst með því hvað er að gerast í veröldinni, ásamt því að geta hlustað á útvarpið yfir netið. Einnig er síminn tekin yfir netið og kostar það mig það sama að hringja héðan og um borð og innanlands, ásamt því að talgæðin eru eins og best verður á kosið. Við erum með íslenskt númer, svo það ætti ekki að vera mjög erfitt að vera í sambandi við sína símleiðis :). Nú svo er líka hægt að nýta sér Skype sem er náttúrulega frítt símkerfi. Í dag er svo fyrirhuguð fjölskylduferð til Akureyrar það sem lokah...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jólatúrinn framundan::.. Jæja nú styttist hratt í að ég fari aftur á hafið, en núna á sunnudaginn flýg ég væntanlega suður ef veður leifir og svo út til Las Palmas á mánudagsmorgun. Já fríið er að verða búið og komið að þessum leiðindapunkti að þurfa að fara aftur, en maður verður bara að leita uppi ljósu punktana og hugsa jákvætt :), það verður þá bara styttra þangað til maður kemur heim næst. Ég hef aðeins verið að uppfæra hjá mér síðuna enda ekki vanþörf á, kóðinn var allur komin í döðlur og allt í steik :), ég er með hugmyndir um að fara að Blogga eitthvað aftur og áhvað að láta bloggið opnast inni í síðunni minni, hvað sem ykkur kann að finnast um það verðið þið bara að setja á kommentin hehe, ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því því það nennir yfirleitt engin að kommenta. Undanfarið hef ég líka eitt smá tíma í að koma Bjarma síðunni aðeins á lappirnar en það verður svo bara að koma í ljós hvernig það verður, en þið getið sjálf dæmt um það á www.bjarminn.is. Hafið það sv...