..::Hvítt bómullarteppi::..
Í morgun þegar við vöknuðum var hvítt snjóteppi yfir öllu, þetta var eins og bómullarteppi og ofsalega fallegt hvernig snjórinn sat í trjánum.
Ég brá myndavélinni á loft og smellt af nokkrum myndum sem nú eru komnar á myndasíðuna.
Það var náttúrulega farið í heilun í Bjarmann (www.bjarminn.is) í morgun, það var frekar fátt hjá okkur í morgun enda sjálfsagt nóg að gera hjá flestum svona rétt fyrir jólin.
Annars er ekki mikið að segja ég er að mana mig upp í að byrja að taka mig til en það gengur ekki vel, ég nenni engan vegin að fara að troða í töskurnar :(.
Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi