Færslur

Sýnir færslur frá júlí 17, 2005
Mynd
..::Dalvík Laugarfell::.. Jæja þá er að reyna að pota inn einhverjum línum. Veðrið er búið að vera gott undan farna daga og hefur tíminn verið notaður til að sinna garðinum ásamt öðru slugsi. Einar vinur minn kom til að landa rækju hérna í gær og dró ég hann heim og grillaði fyrir hann í hádeginu, það gekk stórslysalaust :), en gaskúturinn geispaði síðustu gasstununni um það leiti sem velta átti steikinni fyrsta gang og mátti ég bruna í hvelli niður í Olís og fjárfesta í nýrri áfyllingu. En svo kom þetta allt með trukki og dýfu og heppnaðist ágætlega. Sú gula var ekkert að glenna sig í gær þó veðrið hafi verið gott að öðru leiti, vantaði bara þá gulu hehe. Eftir kvöldmatinn spennti ég svo á mig allan búnaðinn og sparkaði hjólinu í gang, var fyrst að spá í að renna í mína árlegu Siglufjarðarferð, en snéri við út við Karlsá vegna þokusudda og brunaði alveg omvent við fyrstu ákvörðun, nú var kúrsinn settur inn Eyjafjörð og hafði ég hug á að skoða aðstæður inni í Leynishólum en þangað er f
Mynd
..::Ekkert::.. Tjah það er nú bara ekkert að segja annað en að hér gengur lífið sinn vanagang :). En ég ætla að leifa ykkur að njóta brandara sem ég heyrði fyrir nokkrum kvöldum og fannst bara ansi góður: Þrír sjómenn sátu saman í borðsalnum og ræddu málinn. Jói segir: Ég var að kaupa nýjan Opel handa konunni 2.5milj og 8sek í hundraðið! Óli gat ekki verið minni og segir, ég var að kaupa nýlegan Porche handa minni konu, 5millur og 6sek í hundraðið! Nú var átti bara Jörundur eftir að tjá sig, Jói og Óli horfðu hróðugir á Jörund og hugsuðu að hann gæti ekki toppað þetta enda hafði hann aldrei átt bót fyrir rassgatið á sér eða sínum. Jörundur segir þá í rólegheitunum, ja strákar þetta er ekki neitt! Það sem ég keypti handa minni spúsu í landi síðast er rétt tæpa sek í hundraðið!. Þeir félagar horfa opinminntir á félaga sinn, og segja svo í einum kór “Þetta getur ekki verið rétt.” Jú segir Jörundur þetta er dagsatt!!. Og hvernig bíll er þetta og hvað kostaði hann? segja þeir í hæðnistón. B
..::Útilega::.. Á föstudaginn var kúrsinn settur á Vaglaskóg þar sem við vorum búin að koma okkur fyrir um 4leitið í þvílíku blíðunni, sólin glennti sig á alla kanta og þetta gat ekki verið betra. Veðrið hélst svipað þangað til við fórum að huga að kvöldmatnum, en á meðan við grilluðum pylsurnar þá vindaði aðeins, það gekk þó stórslysalaust og það var komið koppalogn fljótlega aftur, það var fámennt en góðmennt í skóginum og frekar rólegt yfir þessu, við húktum á löppum fram undir ½ tvö en þá var skriðið í pokana, við vorum varla komin inn í tjald þegar byrjaði að hellirigna, og það buldi á tjaldinu fram til 4um nóttina en þá stytti upp. Á laugardagsmorgun var svo ágætisveður þótt sú gula næði ekki í gegn um skýjaþykknið, ég fór í smá æfingarakstur með Hjördísi en svo var stefnan sett á Húsavík, þegar þangað kom var sú gula búin að troða sér í gegn og veðrið yndislegt, við ákváðum að kíkja á Hvalasafnið sem var alveg frábært, kannski hefði mátt gefa sér aðeins betri tíma því þarna vor