Færslur

Sýnir færslur frá apríl 25, 2004
..::Lifid er bid, endalaus bid::.. Hafid tid tekid eftir tvi ad tad er alltaf verid ad bida eftir einhverju? tannig var gaerdagurinn hja mer. Eg var komin inn a Akureyri fyrir niu, og ta byrjadi eg a tvi ad bida eftir fluginu sem atti ad vera kukkan 11 en tad var vitlaust pantad svo a endanum beid eg til tolf, tegar eg kom sudur turfti eg ad bida halftima a flugvellinum eftir ad vera pikkadur upp og svona var allur gaerdagurinn, bida her bida tar. Kikkti adeins vid hja Mommu i gardinum adur en eg for ut a flugvoll, tad var tvilika englablidan i gardinum og tad for vel um mann a ronabekknum uti i solinni :) en tad er gardbekkur sem foreldrar minir settu undir eldhusgluggann, mer finns hann ekkert osvipadur bekkum sem Bogi og Orvar sitja oftast a svo ad ronabekksnafnid er aettad tadan held eg. Eftir stutt stopp i Gardinum for eg upp a voll, fekk far med Joni velstora en hann er ferdafelagi minn a tessari leid. Flugid til Boston gekk med agaetum og vorum vid lentir klukkan 18:30 ad
Mynd
Jæja þá er síðast dagurinn í þessu fríi að renna burt, ég er búin að draga það fram á síðustu stundu að pakka niður, það er eitthvað svo þrúgandi að horfa upp á ferðatöskuna að maður geymir það fram á síðustu stundu að pakka. Það er verst að þurfa að fara núna því Guðný útskrifast úr skólanum á laugardaginn, auðvitað missi ég af því :(. Seinnipartinn í dag grétu himnarnir, en þetta var frekar skúr en rigning, ég notaði tækifærið og smellti mynd af þessum myndalega regnboga sem potaðist eitthvert upp í himininn eins og baunagrasið í ævintýrinu :). Annars hefur dagurinn hjá mér verið nánast ónýtur, ég hef ráfað um og eiginlega ekkert vitað hvað ég átti af mér að gera, Guðný var að læra undir próf og krakkarnir í skólanum. Sjálfsagt er brottförin eitthvað að naga í mann, það er alltaf verst að fara þegar maður er búin að vera lengi heima. Ég boraði nokkur göt niðri í kjallara og festi upp hluti sem ég átti eftir að ganga frá, það voru seinust forvöð á þeirri reddingu, en oft er það
Mynd
..::Daglegt brauð::.. Alveg rosalega gott veður á okkur í dag og var sólin byrjuð að baka Dalvíkina þegar ég fór á fætur í morgun. Krakkarnir fóru fyrir átta og Guðný fór inneftir í skólann svo að ég sat einn í kotinu, byrjaði á því horfa á Ísland í bítið. Eftir imbaglápið var komið að því að hringja í AfmælisBarnið og óska henni til hamingju með daginn “en hún MAMMA átti sko afmæli í dag:)”. Fór svo í bílskúrinn og smurði keðjuna á hjólinu og brasaði eitthvað en hundleiddist, fór út í plan og rakaði grjóti þangað til nágranninn birtist :) dró þá fram garðstólana og settumst við í sólina og tókum púlsinn á deginum. Tengdapabbi kom svo í kaffi og endaði svo á því að þvo bílinn í planinu hjá okkur, enda viðraði hvergi betur til stórþvotta en í planinu hjá okkur í morgun, hann ætlaði að þvo úti í Olís en þar var algjört skýfall svo að hann hrökklaðist undan veðri til okkar :). Eftir matinn kom Svanur og fór ég með honum í smá ferðalag inn á Akureyri, hann var að vesenast m
..::Vorverkin::.. Vöknuðum snemma í morgun og byrjuðum daginn á Svampi Sveinsyni en ég var búin að stilla imbann svo að hann ræsti :). Eftir morgunsopann dreif ég mig út og klippti runnana, það passaði akkúrat að þegar ég var að ljúka við klippinguna byrjaði að rigna, en þetta var bara gróðrarskúr og stóð stutt við. Annars er búið að vera alveg svakalega fínt veðrið á okkur um helgina og ekkert yfir því að kvarta. Eftir hádegið fékk ég mér svolítinn rúnt á hjólinu, fór ég inn allan Svarfaðadal alveg inn í botn það sem línuvegurinn liggur upp á Heljardalsheiði, það er enn mikill snjór og heiðin kolófær svo að ég mallaði bara til baka. Það var léttur rigningarúði og frekar blautt en nú var ég vel gallaður svo að maður varð lítið var við þetta nema á glerinu á hjálminum, á bakaleiðinni skellti ég mér upp að Skeiðvatni en þangar liggur vegslóði, ég hef alltaf ætlað að fara þarna upp en einhvernvegin aldrei komið því í verk, en núna er slóðinn upp að vatninu komin á harðadiskinn og aldre