Jæja þá er síðast dagurinn í þessu fríi að renna burt, ég er búin að draga það fram á síðustu stundu að pakka niður, það er eitthvað svo þrúgandi að horfa upp á ferðatöskuna að maður geymir það fram á síðustu stundu að pakka.
Það er verst að þurfa að fara núna því Guðný útskrifast úr skólanum á laugardaginn, auðvitað missi ég af því :(.
Seinnipartinn í dag grétu himnarnir, en þetta var frekar skúr en rigning, ég notaði tækifærið og smellti mynd af þessum myndalega regnboga sem potaðist eitthvert upp í himininn eins og baunagrasið í ævintýrinu :).
Annars hefur dagurinn hjá mér verið nánast ónýtur, ég hef ráfað um og eiginlega ekkert vitað hvað ég átti af mér að gera, Guðný var að læra undir próf og krakkarnir í skólanum. Sjálfsagt er brottförin eitthvað að naga í mann, það er alltaf verst að fara þegar maður er búin að vera lengi heima. Ég boraði nokkur göt niðri í kjallara og festi upp hluti sem ég átti eftir að ganga frá, það voru seinust forvöð á þeirri reddingu, en oft er það þannig að manni finns allt vera eftir sem maður ætlaði að gera í fríinu þegar það er búið, samt held ég nú að ég skilji ekki mikið eftir ógert núna :).
En framundan er hundleiðinlegt ferðalag, í fyrramálið flýg ég suður og þaðan liggur leiðin í gegn um Keflavík til Boston þar sem gist verður eina nótt, svo verður flogið frá Boston til Halifax og þaðan St.Johns á Nýfundnalandi, þar ættum við að lenda seinnipart á fimmtudag. Ég ætla að reina að koma aðeins við hjá Mömmu og Pabba í Garðinum á morgun áður en ég fer út á völl.
Dollan er væntanleg inn til Bay Roberts á fimmtudagsmorgun svo að við mætum beint í slaginn, það þarf að taka nýja víra og eitthvað að sansa þetta dót til fyrir næsta slag :).
Þetta verður síðasta bloggið héðan í bili en ég kem til með að sinna þessu frá dollunni eins og áður, kannski kemst ég í tölvu á hótelinu á Boston ef það hefur ekki lekið ofan í hana eins og í herberginu sem ég gisti í þar síðast.
Það míglak ofan í rúmið mitt svo að það var engin svefnfriður fyrir dripi dropp dropp, dripi dropp dropp, en einhverra hluta vegna þá kom ég því ekki í verk að kvarta yfir þessu um morguninn, enda var tíminn naumur og lítið vit í að amast við orðnum hlut.
En það er aldrei að vita nema að ég biðji um betra herbergi ef ég gisti í þessu hóteli á morgun, það er ótækt að láta bjóða sér svona sull aftur ;).
Læt þetta duga í bili.
Drottinn blessi ykkur og varðveiti!...........................................:)
Það er verst að þurfa að fara núna því Guðný útskrifast úr skólanum á laugardaginn, auðvitað missi ég af því :(.
Seinnipartinn í dag grétu himnarnir, en þetta var frekar skúr en rigning, ég notaði tækifærið og smellti mynd af þessum myndalega regnboga sem potaðist eitthvert upp í himininn eins og baunagrasið í ævintýrinu :).
Annars hefur dagurinn hjá mér verið nánast ónýtur, ég hef ráfað um og eiginlega ekkert vitað hvað ég átti af mér að gera, Guðný var að læra undir próf og krakkarnir í skólanum. Sjálfsagt er brottförin eitthvað að naga í mann, það er alltaf verst að fara þegar maður er búin að vera lengi heima. Ég boraði nokkur göt niðri í kjallara og festi upp hluti sem ég átti eftir að ganga frá, það voru seinust forvöð á þeirri reddingu, en oft er það þannig að manni finns allt vera eftir sem maður ætlaði að gera í fríinu þegar það er búið, samt held ég nú að ég skilji ekki mikið eftir ógert núna :).
En framundan er hundleiðinlegt ferðalag, í fyrramálið flýg ég suður og þaðan liggur leiðin í gegn um Keflavík til Boston þar sem gist verður eina nótt, svo verður flogið frá Boston til Halifax og þaðan St.Johns á Nýfundnalandi, þar ættum við að lenda seinnipart á fimmtudag. Ég ætla að reina að koma aðeins við hjá Mömmu og Pabba í Garðinum á morgun áður en ég fer út á völl.
Dollan er væntanleg inn til Bay Roberts á fimmtudagsmorgun svo að við mætum beint í slaginn, það þarf að taka nýja víra og eitthvað að sansa þetta dót til fyrir næsta slag :).
Þetta verður síðasta bloggið héðan í bili en ég kem til með að sinna þessu frá dollunni eins og áður, kannski kemst ég í tölvu á hótelinu á Boston ef það hefur ekki lekið ofan í hana eins og í herberginu sem ég gisti í þar síðast.
Það míglak ofan í rúmið mitt svo að það var engin svefnfriður fyrir dripi dropp dropp, dripi dropp dropp, en einhverra hluta vegna þá kom ég því ekki í verk að kvarta yfir þessu um morguninn, enda var tíminn naumur og lítið vit í að amast við orðnum hlut.
En það er aldrei að vita nema að ég biðji um betra herbergi ef ég gisti í þessu hóteli á morgun, það er ótækt að láta bjóða sér svona sull aftur ;).
Læt þetta duga í bili.
Drottinn blessi ykkur og varðveiti!...........................................:)
Ummæli