..::Vorverkin::..
Vöknuðum snemma í morgun og byrjuðum daginn á Svampi Sveinsyni en ég var búin að stilla imbann svo að hann ræsti :).
Eftir morgunsopann dreif ég mig út og klippti runnana, það passaði akkúrat að þegar ég var að ljúka við klippinguna byrjaði að rigna, en þetta var bara gróðrarskúr og stóð stutt við. Annars er búið að vera alveg svakalega fínt veðrið á okkur um helgina og ekkert yfir því að kvarta. Eftir hádegið fékk ég mér svolítinn rúnt á hjólinu, fór ég inn allan Svarfaðadal alveg inn í botn það sem línuvegurinn liggur upp á Heljardalsheiði, það er enn mikill snjór og heiðin kolófær svo að ég mallaði bara til baka. Það var léttur rigningarúði og frekar blautt en nú var ég vel gallaður svo að maður varð lítið var við þetta nema á glerinu á hjálminum, á bakaleiðinni skellti ég mér upp að Skeiðvatni en þangar liggur vegslóði, ég hef alltaf ætlað að fara þarna upp en einhvernvegin aldrei komið því í verk, en núna er slóðinn upp að vatninu komin á harðadiskinn og aldrei að vita nema maður renni þarna einhvertímann með veiðistöng og freisti gæfunnar.
Eftir túrinn sprautaði ég svo mestu drullunni af hjólinu og gekk frá því inn í skúr, líklega verður það ekkert notað meir fyrr en seinna í sumar þegar ég kem til baka úr útlegðinni.
Já nú styttist óðfluga í brottför hjá mér þótt ég reyni að vera ekkert að hugsa um það, en það verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, annars er fínt að fara á þessum tíma þar sem ekkert annað í spilunum en sumarblíður, nú þarf ekki að berjast við vetrarstorma og ísingu svo væntanlega verður þetta bara þokkalegt :).
Eftir kvöldmatinn mokaði afklippunum af runnunum í ruslapoka, nú vantaði kurlara eins og þeir eru með í Ameríkunni, það er nú meira baslið að troða þessum sprotum í ruslapokana, bæði rúmast þeir illa og það er illmögulegt að koma þessu niður í pokann.
En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum voru tveir stappfullir ruslapokar af greinum og sprotum. Nú eru þær komnar á kreik hunangsflugurnar og það engar smáhlussur, ég get ekki sagt að mér sé vel við þessi grey þótt að innst inni viti ég að þær séu nánast meinlausar. Það kom ein hunangsfluga í heimsókn til mín í bílskúrinn í fyrradag, veslingurinn vildi náttúrulega hvergi vera nema suðandi í kring um mig. Á endanum settist hún þó niður og þá var ég fljótur að svæfa hana, tvær bunur af tjöruhreinsi og hún steinlá með það sama. Ansi góðir þessir tjöruhreinsisbrúsar, og gott að hitta með þeim, á eftir að prufa þetta á geitungana í sumar, ekki spurning.
Lengra verður þetta ekki núna.
Gangið á Guðsvegum.................
Vöknuðum snemma í morgun og byrjuðum daginn á Svampi Sveinsyni en ég var búin að stilla imbann svo að hann ræsti :).
Eftir morgunsopann dreif ég mig út og klippti runnana, það passaði akkúrat að þegar ég var að ljúka við klippinguna byrjaði að rigna, en þetta var bara gróðrarskúr og stóð stutt við. Annars er búið að vera alveg svakalega fínt veðrið á okkur um helgina og ekkert yfir því að kvarta. Eftir hádegið fékk ég mér svolítinn rúnt á hjólinu, fór ég inn allan Svarfaðadal alveg inn í botn það sem línuvegurinn liggur upp á Heljardalsheiði, það er enn mikill snjór og heiðin kolófær svo að ég mallaði bara til baka. Það var léttur rigningarúði og frekar blautt en nú var ég vel gallaður svo að maður varð lítið var við þetta nema á glerinu á hjálminum, á bakaleiðinni skellti ég mér upp að Skeiðvatni en þangar liggur vegslóði, ég hef alltaf ætlað að fara þarna upp en einhvernvegin aldrei komið því í verk, en núna er slóðinn upp að vatninu komin á harðadiskinn og aldrei að vita nema maður renni þarna einhvertímann með veiðistöng og freisti gæfunnar.
Eftir túrinn sprautaði ég svo mestu drullunni af hjólinu og gekk frá því inn í skúr, líklega verður það ekkert notað meir fyrr en seinna í sumar þegar ég kem til baka úr útlegðinni.
Já nú styttist óðfluga í brottför hjá mér þótt ég reyni að vera ekkert að hugsa um það, en það verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, annars er fínt að fara á þessum tíma þar sem ekkert annað í spilunum en sumarblíður, nú þarf ekki að berjast við vetrarstorma og ísingu svo væntanlega verður þetta bara þokkalegt :).
Eftir kvöldmatinn mokaði afklippunum af runnunum í ruslapoka, nú vantaði kurlara eins og þeir eru með í Ameríkunni, það er nú meira baslið að troða þessum sprotum í ruslapokana, bæði rúmast þeir illa og það er illmögulegt að koma þessu niður í pokann.
En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum voru tveir stappfullir ruslapokar af greinum og sprotum. Nú eru þær komnar á kreik hunangsflugurnar og það engar smáhlussur, ég get ekki sagt að mér sé vel við þessi grey þótt að innst inni viti ég að þær séu nánast meinlausar. Það kom ein hunangsfluga í heimsókn til mín í bílskúrinn í fyrradag, veslingurinn vildi náttúrulega hvergi vera nema suðandi í kring um mig. Á endanum settist hún þó niður og þá var ég fljótur að svæfa hana, tvær bunur af tjöruhreinsi og hún steinlá með það sama. Ansi góðir þessir tjöruhreinsisbrúsar, og gott að hitta með þeim, á eftir að prufa þetta á geitungana í sumar, ekki spurning.
Lengra verður þetta ekki núna.
Gangið á Guðsvegum.................
Ummæli